Aukinnar bjartsýni gætir í kauphöllum Þorgils Jónsson skrifar 10. október 2013 09:05 Kaupahéðnar virðast bjartsýnir á lausn fjárlaga- og skuldadeilunnar í Bandaríikj Mynd/AP Hlutabréfaverð í evrópskum kauphöllum hafa hækkað lítið eitt í morgun eftir óvissutíð síðustu vikur sem skapast hefur vegna stjórnmálaástandsins í Bandaríkjunum. Þar hefur hluti ríkisstofnana legið í lamasessi í rúma viku þar sem flokkarnir á þingi hafa ekki getað komið sér saman um áframhald á útgjöldum ríkisins. Auk þess dregur nær því að ríkissjóður vestra muni skorta fjármuni til að standa við skuldbindingar sínar þar sem skuldaþaki hefur verið náð og Repúblikanar í fulltrúadeild þingsins hafa ekki viljað auka heimildir til lántöku nema að uppfylltum ýmsum skilyrðum. Síðustu daga hafa greinendur keppst við að tíunda hin gífurlegu áhrif sem greiðslufall bandaríska ríkisins gæti haft á alþjóðahagkerfið, en nú virðist mörgum sem að nú gæti farið að draga til tíðinda. Meðal annars hefur vígstaða repúblikana þótt mildast. Til dæmis minntist Paul Ryan, formaður fjárlaganefndar fulltrúadeildarinnar, í aðsendri grein í NY Times í gær, ekkert á nýju sjúkratryggingalögin, Obamacare, sem hefur verið þeim mikill þyrnir í augum. Afnám eða frestun þeirra hefur verið eitt af helstu skilyrðum repúblikana fyrir að samþykkja ný fjárlög. Obama forseti mun funda með um 20 úr hópi áhrifamestu fulltrúadeildarþingmönnum repúblikana í dag, og þykir líklegt að þeir muni reyna að ná saman um skammtímalausn á málinu, til eins eða tveggja mánaða. Þá hefur Financial Times heimildir fyrir því að klofningur sé að verða innan þinghóps repúblikana. Harðasti kjarninn, sem oft er kenndur við Teboðs-hreyfinguna og vill engar málamiðlanir, virðist vera að einangrast þar sem jafnvel mestu íhaldsmenn virðast farnir að ókyrrast yfir pólitískum afleiðingum óvissuástandsins, en samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru aðeins 28 prósent kjósenda sem sjá störf repúblikana í jákvæðu ljósi. Það er lægsta hlutfall sem mælst hefur og tíu prósentustigum minna en var fyrir mánuði síðan. Á meðan segjast 43 prósent vera jákvæð í garð demókrata. Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hlutabréfaverð í evrópskum kauphöllum hafa hækkað lítið eitt í morgun eftir óvissutíð síðustu vikur sem skapast hefur vegna stjórnmálaástandsins í Bandaríkjunum. Þar hefur hluti ríkisstofnana legið í lamasessi í rúma viku þar sem flokkarnir á þingi hafa ekki getað komið sér saman um áframhald á útgjöldum ríkisins. Auk þess dregur nær því að ríkissjóður vestra muni skorta fjármuni til að standa við skuldbindingar sínar þar sem skuldaþaki hefur verið náð og Repúblikanar í fulltrúadeild þingsins hafa ekki viljað auka heimildir til lántöku nema að uppfylltum ýmsum skilyrðum. Síðustu daga hafa greinendur keppst við að tíunda hin gífurlegu áhrif sem greiðslufall bandaríska ríkisins gæti haft á alþjóðahagkerfið, en nú virðist mörgum sem að nú gæti farið að draga til tíðinda. Meðal annars hefur vígstaða repúblikana þótt mildast. Til dæmis minntist Paul Ryan, formaður fjárlaganefndar fulltrúadeildarinnar, í aðsendri grein í NY Times í gær, ekkert á nýju sjúkratryggingalögin, Obamacare, sem hefur verið þeim mikill þyrnir í augum. Afnám eða frestun þeirra hefur verið eitt af helstu skilyrðum repúblikana fyrir að samþykkja ný fjárlög. Obama forseti mun funda með um 20 úr hópi áhrifamestu fulltrúadeildarþingmönnum repúblikana í dag, og þykir líklegt að þeir muni reyna að ná saman um skammtímalausn á málinu, til eins eða tveggja mánaða. Þá hefur Financial Times heimildir fyrir því að klofningur sé að verða innan þinghóps repúblikana. Harðasti kjarninn, sem oft er kenndur við Teboðs-hreyfinguna og vill engar málamiðlanir, virðist vera að einangrast þar sem jafnvel mestu íhaldsmenn virðast farnir að ókyrrast yfir pólitískum afleiðingum óvissuástandsins, en samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru aðeins 28 prósent kjósenda sem sjá störf repúblikana í jákvæðu ljósi. Það er lægsta hlutfall sem mælst hefur og tíu prósentustigum minna en var fyrir mánuði síðan. Á meðan segjast 43 prósent vera jákvæð í garð demókrata.
Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira