Aukinnar bjartsýni gætir í kauphöllum Þorgils Jónsson skrifar 10. október 2013 09:05 Kaupahéðnar virðast bjartsýnir á lausn fjárlaga- og skuldadeilunnar í Bandaríikj Mynd/AP Hlutabréfaverð í evrópskum kauphöllum hafa hækkað lítið eitt í morgun eftir óvissutíð síðustu vikur sem skapast hefur vegna stjórnmálaástandsins í Bandaríkjunum. Þar hefur hluti ríkisstofnana legið í lamasessi í rúma viku þar sem flokkarnir á þingi hafa ekki getað komið sér saman um áframhald á útgjöldum ríkisins. Auk þess dregur nær því að ríkissjóður vestra muni skorta fjármuni til að standa við skuldbindingar sínar þar sem skuldaþaki hefur verið náð og Repúblikanar í fulltrúadeild þingsins hafa ekki viljað auka heimildir til lántöku nema að uppfylltum ýmsum skilyrðum. Síðustu daga hafa greinendur keppst við að tíunda hin gífurlegu áhrif sem greiðslufall bandaríska ríkisins gæti haft á alþjóðahagkerfið, en nú virðist mörgum sem að nú gæti farið að draga til tíðinda. Meðal annars hefur vígstaða repúblikana þótt mildast. Til dæmis minntist Paul Ryan, formaður fjárlaganefndar fulltrúadeildarinnar, í aðsendri grein í NY Times í gær, ekkert á nýju sjúkratryggingalögin, Obamacare, sem hefur verið þeim mikill þyrnir í augum. Afnám eða frestun þeirra hefur verið eitt af helstu skilyrðum repúblikana fyrir að samþykkja ný fjárlög. Obama forseti mun funda með um 20 úr hópi áhrifamestu fulltrúadeildarþingmönnum repúblikana í dag, og þykir líklegt að þeir muni reyna að ná saman um skammtímalausn á málinu, til eins eða tveggja mánaða. Þá hefur Financial Times heimildir fyrir því að klofningur sé að verða innan þinghóps repúblikana. Harðasti kjarninn, sem oft er kenndur við Teboðs-hreyfinguna og vill engar málamiðlanir, virðist vera að einangrast þar sem jafnvel mestu íhaldsmenn virðast farnir að ókyrrast yfir pólitískum afleiðingum óvissuástandsins, en samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru aðeins 28 prósent kjósenda sem sjá störf repúblikana í jákvæðu ljósi. Það er lægsta hlutfall sem mælst hefur og tíu prósentustigum minna en var fyrir mánuði síðan. Á meðan segjast 43 prósent vera jákvæð í garð demókrata. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hlutabréfaverð í evrópskum kauphöllum hafa hækkað lítið eitt í morgun eftir óvissutíð síðustu vikur sem skapast hefur vegna stjórnmálaástandsins í Bandaríkjunum. Þar hefur hluti ríkisstofnana legið í lamasessi í rúma viku þar sem flokkarnir á þingi hafa ekki getað komið sér saman um áframhald á útgjöldum ríkisins. Auk þess dregur nær því að ríkissjóður vestra muni skorta fjármuni til að standa við skuldbindingar sínar þar sem skuldaþaki hefur verið náð og Repúblikanar í fulltrúadeild þingsins hafa ekki viljað auka heimildir til lántöku nema að uppfylltum ýmsum skilyrðum. Síðustu daga hafa greinendur keppst við að tíunda hin gífurlegu áhrif sem greiðslufall bandaríska ríkisins gæti haft á alþjóðahagkerfið, en nú virðist mörgum sem að nú gæti farið að draga til tíðinda. Meðal annars hefur vígstaða repúblikana þótt mildast. Til dæmis minntist Paul Ryan, formaður fjárlaganefndar fulltrúadeildarinnar, í aðsendri grein í NY Times í gær, ekkert á nýju sjúkratryggingalögin, Obamacare, sem hefur verið þeim mikill þyrnir í augum. Afnám eða frestun þeirra hefur verið eitt af helstu skilyrðum repúblikana fyrir að samþykkja ný fjárlög. Obama forseti mun funda með um 20 úr hópi áhrifamestu fulltrúadeildarþingmönnum repúblikana í dag, og þykir líklegt að þeir muni reyna að ná saman um skammtímalausn á málinu, til eins eða tveggja mánaða. Þá hefur Financial Times heimildir fyrir því að klofningur sé að verða innan þinghóps repúblikana. Harðasti kjarninn, sem oft er kenndur við Teboðs-hreyfinguna og vill engar málamiðlanir, virðist vera að einangrast þar sem jafnvel mestu íhaldsmenn virðast farnir að ókyrrast yfir pólitískum afleiðingum óvissuástandsins, en samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru aðeins 28 prósent kjósenda sem sjá störf repúblikana í jákvæðu ljósi. Það er lægsta hlutfall sem mælst hefur og tíu prósentustigum minna en var fyrir mánuði síðan. Á meðan segjast 43 prósent vera jákvæð í garð demókrata.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira