Hryllingsmyndahátíð um Evrópu á hjólum Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. október 2013 07:00 Sigurður Kjartan fór ásamt félögum sínum til Barselóna þar sem þeir sýndu í síðustu viku Harmsögu eftir Valdimar Jóhannsson og La Cara Oculta eftir hinn kólumbíska Andi Baiz í gömlu vöruhúsi þar í borg. Mynd/úr einkasafn „Þetta er hugmynd sem ég fékk þegar ég var að vinna með Garðari Stefánssyni á RIFF fyrir nokkrum árum. Hugmyndin var upprunalega að setja upp hryllingsmyndir í kirkjum. Þegar engin af kirkjunum á Íslandi var til í dans vatt hugmyndin einhvern veginn upp á sig, hópurinn stækkaði og konseptið víkkaði,“ segir Sigurður Kjartan Kristinsson kvikmyndagerðarmaður. Hann er einn hugmyndasmiðanna að baki hryllingsmyndahátíðar á hjólum sem nefnist Horror Bohemia. Sigurður bætir við að hugmyndin hafi verið lengi í farvatninu. „Maður verður bara að vera þolinmóður og leyfa hlutunum að þroskast í svona framkvæmdum,“ segir Sigurður. Ásamt honum koma að hátíðinni Sara Nassim Valadbeygi og Gunnar Atli Thoroddsen kvikmyndagerðarmenn, Róbert Garcia tökustaðastjóri, Gulli Már ljósmyndari og John Ingi Matta hljóðmaður. „Þannig að hugmyndin varð að því að setja upp hrylling, eða eitthvað ógnvekjandi, á stöðum sem hafa verið yfirgefnir; í fangelsum, geðspítölum eða kirkjum,“ segir Sigurður. Ætlunin var fyrst að hafa hátíðina á Íslandi og í Frakklandi. „Við fengum styrk fyrir því frá EUF og það er í raun túrinn sem við erum að fara núna, með Barselóna sem smá viðbót,“ segir Sigurður. Í síðustu viku sýndu þeir tvær hryllingsmyndir, Harmsögu eftir Valdimar Jóhannsson og La Cara Oculta eftir hinn kólumbíska Andi Baiz, í gömlu vöruhúsi í Barselóna. „Á sama tíma erum við í tökustaðaleit og að byggja upp tökustaðatengsl fyrir stærri hugmynd um Horror Bohemia-túrinn. Þar viljum við hafa fimmtán manna tökulið sem fer á túr, eins og hljómsveitir gera, og setur upp kvikmyndasýningu á hverjum yfirgefnum stað og á eftir fylgir tryllt partý,“ heldur Sigurður áfram. „Þá yrðu þetta þrír leikstjórar, mögulega einhverjir tónlistarmenn og starfsfólk sem fara á túr í tvær vikur, halda þessa kvikmyndahátíð á hjólum og við tökum upp heimildarmynd í leiðinni,“ segir Sigurður. „Hugmyndin er að gera þessa kvikmyndahátíð ólíka öðrum að því leytinu til að það á að vera upplifun að mæta á sýningar á óhefðbundnum stöðum sem eru þrungnir af sögu og gömlum minningum,“ segir Sigurður að lokum. Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
„Þetta er hugmynd sem ég fékk þegar ég var að vinna með Garðari Stefánssyni á RIFF fyrir nokkrum árum. Hugmyndin var upprunalega að setja upp hryllingsmyndir í kirkjum. Þegar engin af kirkjunum á Íslandi var til í dans vatt hugmyndin einhvern veginn upp á sig, hópurinn stækkaði og konseptið víkkaði,“ segir Sigurður Kjartan Kristinsson kvikmyndagerðarmaður. Hann er einn hugmyndasmiðanna að baki hryllingsmyndahátíðar á hjólum sem nefnist Horror Bohemia. Sigurður bætir við að hugmyndin hafi verið lengi í farvatninu. „Maður verður bara að vera þolinmóður og leyfa hlutunum að þroskast í svona framkvæmdum,“ segir Sigurður. Ásamt honum koma að hátíðinni Sara Nassim Valadbeygi og Gunnar Atli Thoroddsen kvikmyndagerðarmenn, Róbert Garcia tökustaðastjóri, Gulli Már ljósmyndari og John Ingi Matta hljóðmaður. „Þannig að hugmyndin varð að því að setja upp hrylling, eða eitthvað ógnvekjandi, á stöðum sem hafa verið yfirgefnir; í fangelsum, geðspítölum eða kirkjum,“ segir Sigurður. Ætlunin var fyrst að hafa hátíðina á Íslandi og í Frakklandi. „Við fengum styrk fyrir því frá EUF og það er í raun túrinn sem við erum að fara núna, með Barselóna sem smá viðbót,“ segir Sigurður. Í síðustu viku sýndu þeir tvær hryllingsmyndir, Harmsögu eftir Valdimar Jóhannsson og La Cara Oculta eftir hinn kólumbíska Andi Baiz, í gömlu vöruhúsi í Barselóna. „Á sama tíma erum við í tökustaðaleit og að byggja upp tökustaðatengsl fyrir stærri hugmynd um Horror Bohemia-túrinn. Þar viljum við hafa fimmtán manna tökulið sem fer á túr, eins og hljómsveitir gera, og setur upp kvikmyndasýningu á hverjum yfirgefnum stað og á eftir fylgir tryllt partý,“ heldur Sigurður áfram. „Þá yrðu þetta þrír leikstjórar, mögulega einhverjir tónlistarmenn og starfsfólk sem fara á túr í tvær vikur, halda þessa kvikmyndahátíð á hjólum og við tökum upp heimildarmynd í leiðinni,“ segir Sigurður. „Hugmyndin er að gera þessa kvikmyndahátíð ólíka öðrum að því leytinu til að það á að vera upplifun að mæta á sýningar á óhefðbundnum stöðum sem eru þrungnir af sögu og gömlum minningum,“ segir Sigurður að lokum.
Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira