„Hefnd er ekki ofarlega í mínum huga“ Stígur Helgason skrifar 10. október 2013 00:00 Erlendur er ósáttur við aðkomu Fjármálaeftirlitsins að því að málið gegn honum fór aftur af stað í sumar. Fréttablaðið/Vilhelm Sérstakur saksóknari dró á mánudag til baka ákæru á hendur Erlendi Magnússyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Glitni, fyrir tíu milljóna króna innherjasvik þegar hann seldi bréf í bankanum í febrúar og mars 2008. „Maður getur núna farið að einbeita sér að einhverju uppbyggilegra og skemmtilegra,“ segir Erlendur, sem kveðst feginn yfir málalyktunum. Fjármálaeftirlitið kærði málið til sérstaks saksóknara í vor, sem skoðaði málið og felldi það í kjölfarið niður. Fjármálaeftirlitið var ósátt við það og kærði niðurfellinguna til Ríkissaksóknara, sem gerði Sérstökum saksóknara að gefa út ákæru í málinu. „Þetta snerist um það á endanum að ákvörðun Ríkissaksóknara um að höfða málið að nýju var tekin of seint,“ segir Björn Þorvaldsson hjá Sérstökum saksóknara. Erlendur segist alltaf hafa verið sannfærður um sakleysi sitt og segir málið hafa haft mikil áhrif á sig. „Ég hef þurft að draga mig út úr verkefnum og minnka mína hlutdeild í ýmsu.“ Sem betur fer hafi hann ekki sætt ákæru lengi. „En það verður samt eitthvert tjón sem maður verður að sætta sig við.“ Og hann segist líklega ekki ætla að leita réttar síns, enda telji hann að það mundi ekki skila miklu. „Hefnd er ekki ofarlega í mínum huga. Ég ákvað þegar ég lenti í þessari stöðu að láta ekki þær slæmu kenndir reiði og hefnd ná tökum á mér.“ Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Sérstakur saksóknari dró á mánudag til baka ákæru á hendur Erlendi Magnússyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Glitni, fyrir tíu milljóna króna innherjasvik þegar hann seldi bréf í bankanum í febrúar og mars 2008. „Maður getur núna farið að einbeita sér að einhverju uppbyggilegra og skemmtilegra,“ segir Erlendur, sem kveðst feginn yfir málalyktunum. Fjármálaeftirlitið kærði málið til sérstaks saksóknara í vor, sem skoðaði málið og felldi það í kjölfarið niður. Fjármálaeftirlitið var ósátt við það og kærði niðurfellinguna til Ríkissaksóknara, sem gerði Sérstökum saksóknara að gefa út ákæru í málinu. „Þetta snerist um það á endanum að ákvörðun Ríkissaksóknara um að höfða málið að nýju var tekin of seint,“ segir Björn Þorvaldsson hjá Sérstökum saksóknara. Erlendur segist alltaf hafa verið sannfærður um sakleysi sitt og segir málið hafa haft mikil áhrif á sig. „Ég hef þurft að draga mig út úr verkefnum og minnka mína hlutdeild í ýmsu.“ Sem betur fer hafi hann ekki sætt ákæru lengi. „En það verður samt eitthvert tjón sem maður verður að sætta sig við.“ Og hann segist líklega ekki ætla að leita réttar síns, enda telji hann að það mundi ekki skila miklu. „Hefnd er ekki ofarlega í mínum huga. Ég ákvað þegar ég lenti í þessari stöðu að láta ekki þær slæmu kenndir reiði og hefnd ná tökum á mér.“
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira