Viðskipti innlent

Snjallsímaforrit fyrir lambakjöt

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skjáskot af appinu.
Skjáskot af appinu.
Íslenskir matgæðingar geta nú með nýju snjallsímaforriti fengið ábendingar um tilboðsverð á lambakjöti og fengið uppskriftir sem henta því. Fer þetta fram í samstarfi við verslanir Krónunnar.

Lambakjöt er herramannsmatur og eru nú kaup á því og matseld auðvelduð með tilkomu appsins. Tilboðin eru sótt í símann og þau síðan sýnd í verslunum auk þess sem appið býður notendum upp á að safna saman sínum uppáhalds uppskriftum.

Hægt er að sækja forritið á vefnum lambakjot.is en þar eru nú þegar hundruðir uppskrifta sem henta kjötinu. Auk þess er hægt að sækja forritið bæði í iPhone síma og Android. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×