Hrekktu fjölskyldu og vini í nafnaveislunni 17. október 2013 07:00 Maríjon Nóadóttir og Reynald Hinriksson ásamt Karítas, dóttur sinni. Mynd/Úr einkasafni „Þar sem það er enginn prestur í nafnaveislum þurftum við að huga að því hvernig við vildum tilkynna nafnið. Hvorugt okkar er eitthvað hrifið af því að halda ræður – þannig að við ákváðum að tilkynna nafnið með kökunni,“ segir Maríjon Ósk Nóadóttir, en hún og sambýlismaður hennar, Reynald Hinriksson, buðu til nafnaveislu til heiðurs frumburðinum í lok september og ákváðu að hrekkja fjölskyldu sína og vini í veislunni. „Okkur datt í hug að hafa grínköku, með einhverju öðru nafni en því sem við höfðum valið á dóttur okkar,“ útskýrir Maríjon. Þau Maríjon og Reynald lögðust yfir nafnalista og völdu tvö nöfn sem þeim fannst fyndin og hallærisleg saman og varð nafnið Blíða Charlotte fyrir valinu. „Við höfðum undirbúið nokkra veislugesti með því að segja þeim að eitt nafnið yrði íslenskt en hitt alþjóðlegt,“ heldur Maríjon áfram. Því létu þau útbúa köku með nöfnunum Blíða Charlotte á og tilkynntu fjölskyldu og vinum í veislunni að stúlkan kæmi til með að bera það nafn.Maríjon og Reynald lágu yfir nafnalistum og ákváðu að lokum að plata vini og vandamenn og segja að frumburðurinn fengi nafnið Blíða Charlotte Reynaldsdóttir. Mynd/Úr einkasafni„Viðtökurnar voru mjög vandræðalegar. Fyrst sló þögn á hópinn og svo kallaði mamma fram í hópinn: Ha, Blíða? Svo klöppuðu allir vandræðalega og hrósuðu okkur fyrir valið.“ „Ég held að fæstir hafi meint það þegar þeir sögðu nafnið fallegt. Sem dæmi sagði einn fjölskyldumeðlimur að hann hefði hugsað að þetta væri mjög sérstakt nafn en vonaði að það myndi venjast með tímanum. Svo byrjuðum við að hlæja og fólk var frekar lengi að taka við sér, að uppgötva að þetta væri grín,“ bætir hún við og hlær. Gestirnir önduðu þó léttar þegar í ljós kom að stúlkan myndi ekki bera nafnið Blíða Charlotte, heldur Karítas. „Við heitum bæði svo erfiðum nöfnum að barnið okkar varð að fá hefðbundið nafn. Hún heitir Karítas Reynaldsdóttir,“ segir Maríjon að lokum. Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
„Þar sem það er enginn prestur í nafnaveislum þurftum við að huga að því hvernig við vildum tilkynna nafnið. Hvorugt okkar er eitthvað hrifið af því að halda ræður – þannig að við ákváðum að tilkynna nafnið með kökunni,“ segir Maríjon Ósk Nóadóttir, en hún og sambýlismaður hennar, Reynald Hinriksson, buðu til nafnaveislu til heiðurs frumburðinum í lok september og ákváðu að hrekkja fjölskyldu sína og vini í veislunni. „Okkur datt í hug að hafa grínköku, með einhverju öðru nafni en því sem við höfðum valið á dóttur okkar,“ útskýrir Maríjon. Þau Maríjon og Reynald lögðust yfir nafnalista og völdu tvö nöfn sem þeim fannst fyndin og hallærisleg saman og varð nafnið Blíða Charlotte fyrir valinu. „Við höfðum undirbúið nokkra veislugesti með því að segja þeim að eitt nafnið yrði íslenskt en hitt alþjóðlegt,“ heldur Maríjon áfram. Því létu þau útbúa köku með nöfnunum Blíða Charlotte á og tilkynntu fjölskyldu og vinum í veislunni að stúlkan kæmi til með að bera það nafn.Maríjon og Reynald lágu yfir nafnalistum og ákváðu að lokum að plata vini og vandamenn og segja að frumburðurinn fengi nafnið Blíða Charlotte Reynaldsdóttir. Mynd/Úr einkasafni„Viðtökurnar voru mjög vandræðalegar. Fyrst sló þögn á hópinn og svo kallaði mamma fram í hópinn: Ha, Blíða? Svo klöppuðu allir vandræðalega og hrósuðu okkur fyrir valið.“ „Ég held að fæstir hafi meint það þegar þeir sögðu nafnið fallegt. Sem dæmi sagði einn fjölskyldumeðlimur að hann hefði hugsað að þetta væri mjög sérstakt nafn en vonaði að það myndi venjast með tímanum. Svo byrjuðum við að hlæja og fólk var frekar lengi að taka við sér, að uppgötva að þetta væri grín,“ bætir hún við og hlær. Gestirnir önduðu þó léttar þegar í ljós kom að stúlkan myndi ekki bera nafnið Blíða Charlotte, heldur Karítas. „Við heitum bæði svo erfiðum nöfnum að barnið okkar varð að fá hefðbundið nafn. Hún heitir Karítas Reynaldsdóttir,“ segir Maríjon að lokum.
Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira