Vongóð um að fá fulla sjón Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2013 09:00 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir mun beita sér á hliðarlínunni í leikjum Vals í vetur. Mynd/Stefán Í vikunni bárust fregnir af því að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, línumaður með Val og íslenska landsliðinu, bæri barn undir belti og myndi því ekki spila meira á yfirstandandi tímabili. Þegar þetta var gert opinbert var Anna Úrsúla nýbúin að slasast á auga á æfingu hjá Val en um tíma var óttast að hún myndi missa hluta sjónarinnar á vinstra auga. „Það var versta mögulega niðurstaðan en það er stutt síðan þetta gerðist og ég er enn að jafna mig," sagði Anna Úrsúla við Fréttablaðið. „Ég er enn með smá ský yfir auganu en læknarnir segja að þetta eigi að jafna sig með tímanum, þó þeir geti ekki lofað því. Ég hef þó fulla trú á að þetta muni ganga til baka og hef ekki of miklar áhyggjur af þessu." Anna fékk fingur samherja í augað á æfingu. Við það rifnaði hornhimna auk þess sem blæddi inn á augnbotninn. Hún segist ætla að vera Valsliðinu innan handar áfram í vetur, þó svo að hún geti ekki spilað með því. „Ég mun mæta á leiki og pirra þær aðeins," sagði hún og hló. „Það er búið að setja mig í hlutverk liðsstjóra en ég held að það þýði bara að ég eigi að láta eins og öskurapi í hliðarlínunni. Við Rebekka munum skipta þessu á milli okkar," sagði Anna en fyrr á tímabilinu var greint frá óléttu Rebekku Rutar Skúladóttur, sem einnig leikur með Val. „Það er gott að geta hjálpað til á þennan hátt enda þarf stundum að kveikja í leikmönnum. Þetta verður gaman," sagði Anna og kvaðst stíga sátt til hliðar nú. „Ég mun sakna þess að vera ekki á æfingum með stelpunum en ég er búin að vera í þessu svo lengi að það gæti verið gott fyrir mig að taka mér smá frí. Nú tekur við nýr kafli í mínu lífi og ég ætla að njóta þess." Anna segist ekki hafa ákveðið hvort hún snúi aftur á handboltavöllinn á næsta tímabili. „Þetta er enn nokkuð nýtt fyrir mér og ég hef ekkert velt því fyrir mér. Ég ætla fyrst og fremst að einbeita mér að þessu verkefni." Valur hefur þegar fyllt í skarð Önnu Úrsúlu en félagið samdi við Sonata Viunajte frá Litháen í síðasta mánuði. Olís-deild kvenna Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Í vikunni bárust fregnir af því að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, línumaður með Val og íslenska landsliðinu, bæri barn undir belti og myndi því ekki spila meira á yfirstandandi tímabili. Þegar þetta var gert opinbert var Anna Úrsúla nýbúin að slasast á auga á æfingu hjá Val en um tíma var óttast að hún myndi missa hluta sjónarinnar á vinstra auga. „Það var versta mögulega niðurstaðan en það er stutt síðan þetta gerðist og ég er enn að jafna mig," sagði Anna Úrsúla við Fréttablaðið. „Ég er enn með smá ský yfir auganu en læknarnir segja að þetta eigi að jafna sig með tímanum, þó þeir geti ekki lofað því. Ég hef þó fulla trú á að þetta muni ganga til baka og hef ekki of miklar áhyggjur af þessu." Anna fékk fingur samherja í augað á æfingu. Við það rifnaði hornhimna auk þess sem blæddi inn á augnbotninn. Hún segist ætla að vera Valsliðinu innan handar áfram í vetur, þó svo að hún geti ekki spilað með því. „Ég mun mæta á leiki og pirra þær aðeins," sagði hún og hló. „Það er búið að setja mig í hlutverk liðsstjóra en ég held að það þýði bara að ég eigi að láta eins og öskurapi í hliðarlínunni. Við Rebekka munum skipta þessu á milli okkar," sagði Anna en fyrr á tímabilinu var greint frá óléttu Rebekku Rutar Skúladóttur, sem einnig leikur með Val. „Það er gott að geta hjálpað til á þennan hátt enda þarf stundum að kveikja í leikmönnum. Þetta verður gaman," sagði Anna og kvaðst stíga sátt til hliðar nú. „Ég mun sakna þess að vera ekki á æfingum með stelpunum en ég er búin að vera í þessu svo lengi að það gæti verið gott fyrir mig að taka mér smá frí. Nú tekur við nýr kafli í mínu lífi og ég ætla að njóta þess." Anna segist ekki hafa ákveðið hvort hún snúi aftur á handboltavöllinn á næsta tímabili. „Þetta er enn nokkuð nýtt fyrir mér og ég hef ekkert velt því fyrir mér. Ég ætla fyrst og fremst að einbeita mér að þessu verkefni." Valur hefur þegar fyllt í skarð Önnu Úrsúlu en félagið samdi við Sonata Viunajte frá Litháen í síðasta mánuði.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira