Fyrsta konan í fimmtán ár til að stýra skráðu fyrirtæki Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 2. maí 2013 09:00 Sigrún Ragna Ólafsdóttir, sem er upphaflega frá Stykkishólmi, varð margfaldur Íslandsmeistari í körfubolta með KR í kringum 1980. Fréttablaðið/Vilhelm Sigrún Ragna Ólafsdóttir varð á dögunum fyrsta konan í fimmtán ár og sú önnur alls til að stýra skráðu fyrirtæki á Íslandi þegar viðskipti hófust með hlutabréf í VÍS í Kauphöllinni. Markaðurinn ræddi við Sigrúnu í tilefni af skráningunni. „Það er búið að vera mjög krefjandi og ánægjulegt að taka þátt í söluferlinu og skráningu félagsins á markað. Þetta var ný reynsla,“ segir Sigrún Ragna, sem var í framkvæmdastjórn Íslandsbanka áður en hún var ráðin forstjóri VÍS í ágúst 2011. Þar áður starfaði hún sem endurskoðandi hjá Deloitte í tuttugu ár. „Þegar ég hætti hjá Deloitte var ég stjórnarformaður félagsins og hafði um árabil tekið þátt í að byggja upp þetta stóra sérþekkingarfyrirtæki. Hjá Íslandsbanka tók ég svo þátt í því að byggja upp nýjan banka eftir hrunið, sem var mjög lærdómsríkt og skemmtilegt að takast á við,“ segir Sigrún. Þátttakan í hlutafjárútboði VÍS var mikil og reyndist tíföld umframeftirspurn eftir hlutabréfum. Sigrún Ragna segir að í útboði félagsins hafi fjárfestum boðist nýr valkostur sem augljóslega hafi verið tekið fagnandi. „Þetta er fyrsta tryggingafélagið til að fara á markað eftir hrun. Þetta er arðgreiðslufélag og félag með langa og trausta sögu um ágætis afkomu. Ég held að það hafi endurspeglast í áhuga fjárfesta,“ segir Sigrún. Sigrún Ragna er uppalin í Stykkishólmi og eins og Hólmara er háttur spilaði hún körfubolta á sínum yngri árum. „Þegar yngri flokkunum sleppti spilaði ég með KR og menn hafa stunduð kallað það lið gullaldarlið kvennakörfunnar í KR enda tókum við þó nokkra titla á þessum árum.“ Utan skrifstofunnar er Sigrún mikil útivistarmanneskja, en henni finnst fátt betra en að komast í stangveiði. „Mér finnst rosalega gott að vera úti við. Mér finnst gaman að fara út að hlaupa eða ganga og ef ég get gengið á eftir golfbolta er það ágætt. Svo finnst mér mjög gaman að fara á skíði. Þetta eru aðaláhugamálin, áhugamál sem fjölskyldan getur tekið þátt í saman,“ segir Sigrún, sem er gift Eiríki Jónssyni viðskiptafræðingi og eiga þau saman tvo drengi. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Sigrún Ragna Ólafsdóttir varð á dögunum fyrsta konan í fimmtán ár og sú önnur alls til að stýra skráðu fyrirtæki á Íslandi þegar viðskipti hófust með hlutabréf í VÍS í Kauphöllinni. Markaðurinn ræddi við Sigrúnu í tilefni af skráningunni. „Það er búið að vera mjög krefjandi og ánægjulegt að taka þátt í söluferlinu og skráningu félagsins á markað. Þetta var ný reynsla,“ segir Sigrún Ragna, sem var í framkvæmdastjórn Íslandsbanka áður en hún var ráðin forstjóri VÍS í ágúst 2011. Þar áður starfaði hún sem endurskoðandi hjá Deloitte í tuttugu ár. „Þegar ég hætti hjá Deloitte var ég stjórnarformaður félagsins og hafði um árabil tekið þátt í að byggja upp þetta stóra sérþekkingarfyrirtæki. Hjá Íslandsbanka tók ég svo þátt í því að byggja upp nýjan banka eftir hrunið, sem var mjög lærdómsríkt og skemmtilegt að takast á við,“ segir Sigrún. Þátttakan í hlutafjárútboði VÍS var mikil og reyndist tíföld umframeftirspurn eftir hlutabréfum. Sigrún Ragna segir að í útboði félagsins hafi fjárfestum boðist nýr valkostur sem augljóslega hafi verið tekið fagnandi. „Þetta er fyrsta tryggingafélagið til að fara á markað eftir hrun. Þetta er arðgreiðslufélag og félag með langa og trausta sögu um ágætis afkomu. Ég held að það hafi endurspeglast í áhuga fjárfesta,“ segir Sigrún. Sigrún Ragna er uppalin í Stykkishólmi og eins og Hólmara er háttur spilaði hún körfubolta á sínum yngri árum. „Þegar yngri flokkunum sleppti spilaði ég með KR og menn hafa stunduð kallað það lið gullaldarlið kvennakörfunnar í KR enda tókum við þó nokkra titla á þessum árum.“ Utan skrifstofunnar er Sigrún mikil útivistarmanneskja, en henni finnst fátt betra en að komast í stangveiði. „Mér finnst rosalega gott að vera úti við. Mér finnst gaman að fara út að hlaupa eða ganga og ef ég get gengið á eftir golfbolta er það ágætt. Svo finnst mér mjög gaman að fara á skíði. Þetta eru aðaláhugamálin, áhugamál sem fjölskyldan getur tekið þátt í saman,“ segir Sigrún, sem er gift Eiríki Jónssyni viðskiptafræðingi og eiga þau saman tvo drengi.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira