Björgólfur á sextíu milljarða hlut í Actavis Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. maí 2013 13:11 Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður. Félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar á sextíu milljarða hlut í Actavis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Björgólfi Thor þar sem greint er frá því að bandaríska lyfjafyrirtækið Watson - nú Actavis - hafi gengið frá lokagreiðslu vegna kaupanna á Actavis fyrir ári. Árangurstengd greiðsla vegna kaupanna verði greidd að fullu, alls 5,5 milljónir bréfa í hinu sameinaða félagi. „Actavis er nú skráð í kauphöllinni í New York og er markaðsvirði félagsins rúmir 13,3 milljarðar bandaríkjadollara, sem samsvarar um 1.562 milljörðum króna. NDS sem er að stærstum hluta í eigu Novators, fjárfestingarfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, er nú 6. stærsti hluthafi félagsins. Eignarhlutur félagsins er nú virði um 520 milljón dollara, eða rúmlega 60 milljarðar króna,“ segir í tilkynningunni. Eins og fram kom í apríl í fyrra, þegar Watson festi kaup á Actavis, kaus Björgólfur Thor að fá stóran hlut greiðslu sinnar í formi hlutabréfa og var endanlegur fjöldi hluta háður afkomu Actavis. Nú liggur fyrir að um fulla greiðslu er að ræða og hafa hlutirnir verið gefnir út. Hluti bréfanna rennur til tveggja íslenskra banka, Landsbankans og ALMC og meðfjárfesta Novators. Björgólfur Thor hefur verið hluthafi í Actavis í tæp 14 ár. „Ég hef alltaf haft trú á fyrirtækinu, allt frá fyrsta degi þrátt fyrir mikla erfiðleika á köflum þar sem við sáum mikil verðmæti tapast. Núna er Actavis eitt öflugasta samheitalyfjafyrirtæki heims og ég er mjög ánægður að halda góðum eignarhlut," segir Björgólfur Thor. „Ég lít enn á eign mína sem langtímafjárfestingu og ég er sannfærður um að fyrirtækið muni eflast, enda í höndum mjög hæfra stjórnenda og starfsmanna úr röðum beggja hinna sameinuðu félaga," segir í tilkynningunni. Lánardrottnar Björgólfs Thors munu áfram eiga kröfur á Novator í samræmi við skuldauppgjör hans í júlí 2010. Það skuldauppgjör er nú langt komið. Björgólfur Thor sinnir áfram fjárfestingum Novators víðsvegar um heim. Þar má nefna Play í Póllandi, sem er fjórða stærsta fjarskiptafyrirtækið þar í landi með hátt í 10 milljón viðskiptavini. Novator er stofnandi fyrirtækisins, byggði það frá grunni og er nú leiðandi hluthafi. Þá mun hann áfram styðja við fjárfestingar Novators á Íslandi, en það eru tölvuleikjaframleiðandinn CCP, fjarskiptafyrirtækið Nova og gagnaverið Verne. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar á sextíu milljarða hlut í Actavis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Björgólfi Thor þar sem greint er frá því að bandaríska lyfjafyrirtækið Watson - nú Actavis - hafi gengið frá lokagreiðslu vegna kaupanna á Actavis fyrir ári. Árangurstengd greiðsla vegna kaupanna verði greidd að fullu, alls 5,5 milljónir bréfa í hinu sameinaða félagi. „Actavis er nú skráð í kauphöllinni í New York og er markaðsvirði félagsins rúmir 13,3 milljarðar bandaríkjadollara, sem samsvarar um 1.562 milljörðum króna. NDS sem er að stærstum hluta í eigu Novators, fjárfestingarfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, er nú 6. stærsti hluthafi félagsins. Eignarhlutur félagsins er nú virði um 520 milljón dollara, eða rúmlega 60 milljarðar króna,“ segir í tilkynningunni. Eins og fram kom í apríl í fyrra, þegar Watson festi kaup á Actavis, kaus Björgólfur Thor að fá stóran hlut greiðslu sinnar í formi hlutabréfa og var endanlegur fjöldi hluta háður afkomu Actavis. Nú liggur fyrir að um fulla greiðslu er að ræða og hafa hlutirnir verið gefnir út. Hluti bréfanna rennur til tveggja íslenskra banka, Landsbankans og ALMC og meðfjárfesta Novators. Björgólfur Thor hefur verið hluthafi í Actavis í tæp 14 ár. „Ég hef alltaf haft trú á fyrirtækinu, allt frá fyrsta degi þrátt fyrir mikla erfiðleika á köflum þar sem við sáum mikil verðmæti tapast. Núna er Actavis eitt öflugasta samheitalyfjafyrirtæki heims og ég er mjög ánægður að halda góðum eignarhlut," segir Björgólfur Thor. „Ég lít enn á eign mína sem langtímafjárfestingu og ég er sannfærður um að fyrirtækið muni eflast, enda í höndum mjög hæfra stjórnenda og starfsmanna úr röðum beggja hinna sameinuðu félaga," segir í tilkynningunni. Lánardrottnar Björgólfs Thors munu áfram eiga kröfur á Novator í samræmi við skuldauppgjör hans í júlí 2010. Það skuldauppgjör er nú langt komið. Björgólfur Thor sinnir áfram fjárfestingum Novators víðsvegar um heim. Þar má nefna Play í Póllandi, sem er fjórða stærsta fjarskiptafyrirtækið þar í landi með hátt í 10 milljón viðskiptavini. Novator er stofnandi fyrirtækisins, byggði það frá grunni og er nú leiðandi hluthafi. Þá mun hann áfram styðja við fjárfestingar Novators á Íslandi, en það eru tölvuleikjaframleiðandinn CCP, fjarskiptafyrirtækið Nova og gagnaverið Verne.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent