Viðskipti innlent

Genginn til liðs við Capacent ráðgjöf

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Magnús Orri Schram fyrrverandi þingmaður Samfylkingar
Magnús Orri Schram fyrrverandi þingmaður Samfylkingar Mynd/Stefán Karlsson
Magnús Orri Schram er genginn til liðs við Capacent ráðgjöf. Magnús mun starfa í hópi  öflugra ráðgjafa hjá Capacent og sérhæfa sig í stefnumótun fyrirtækja, og stjórnenda-, sölu- og markaðsráðgjöf.

Magnús Orri hefur starfað sem íþróttafréttamaður, framkvæmdarstjóri hjá KR, verkefnastjóri hjá Símanu og stofnaði og rak Birtu vefauglýsingar. Magnús Orri var um nokkurra ára skeið sölu- og markaðsstjóri erlendis hjá Bláa Lóninu áður en hann settist á Alþingi vorið 2009.

Á síðasta kjörtímabili var Magnús varaformaður viðskiptanefndar, varaformaður efnahags- og skattanefndar Alþingis, ásamt því að gegna starfi þingflokksformanns Samfylkingarinnar árið 2012.

Haustið 2012 kom út bókin „Við stöndum á tímamótum“ eftir Magnús Orra sem fjallaði m.a. um  hvernig mætti styrkja verðmætasköpun og uppbyggingu íslensks atvinnulífs að loknu hruni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×