Viðskipti innlent

Ákærður fyrir skattsvik í rekstri hjálpartækjaverslunar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Karlmaðurinn er ákærður fyrir að svíkja undan skatti í rekstri hjálpartækjaverslunarinnar.
Karlmaðurinn er ákærður fyrir að svíkja undan skatti í rekstri hjálpartækjaverslunarinnar. mynd/getty
Karlmaður um fertugt, sem rak hjálpartækjaverslun, hefur verið ákærður fyrir að svíkja undan skatti í rekstri verslunarinnar. Ákæran var gefin út í lok júlí og verður þingfest á næstunni.

Í frétt Viðskiptablaðsins segir að maðurinn sé grunaður um að hafa svikist undan að greiða 24 milljóna virðisaukaskatt á árunum 2009 til 2011 og um 6,6 milljónir vegna staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna á árunum 2009 til 2010.

Þá skilaði maðurinn ekki skilagreinum og virðisaukaskattskýrslum vegna fyrrnefndra tímabila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×