Viðskipti innlent

Actavis hefur keypt írskt lyfjafyrirtæki

Kaupin gera Actavis að þriðja stærsta sérlyfjafyrirtæki í Bandaríkjunum
Kaupin gera Actavis að þriðja stærsta sérlyfjafyrirtæki í Bandaríkjunum Mynd/Arnþór Birkisson
Actavis plc, móðurfélag Actavis á Íslandi, hefur tilkynnt að kaupum á írska lyfjafyrirtækinu Warner Chilcott sé nú lokið.

Viðskiptin eru metin á um 8,5 milljarða bandaríkjadali eða um 1.025 milljarða íslenskra króna.

Sameining fyrirtækjanna gerir Actavis að leiðandi alhliða lyfjafyrirtæki á alþjóðavísu og er gert ráð fyrir um 11 milljarða dala sameiginlegri veltu á þessu ári.

Kaupin styrkja stöðu félagsins fyrst og fremst á sviði sérlyfja og gera Actavis að þriðja stærsta sérlyfjafyrirtæki í Bandaríkjunum með um þriggja milljarða dala ársveltu á því sviði.

Með kaupunum mun Actavis tvöfalda vöruúrval sitt þegar kemur að sérlyfjum, með áherslu á heilsu kvenna, þvagfæralækningar, meltingar- og húðsjúkdóma.

Actavis og Warner Chilcott hafa nú verið sameinuð í nýju fyrirtæki sem hefur verið stofnsett á Írlandi og tekið upp nafnið Actavis plc og verður félagið áfram skráð í kauphöllina í New York.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×