Sif Cosmetics sækir á markaði í Suður-Afríku Lovísa Eiríksdóttir skrifar 14. ágúst 2013 11:00 Jón Björnsson er nýr forstjóri ORF Líftækni, sem er móðurfélag Sif Cosmetics. Mynd/Stefán Íslenska líftæknifyrirtækið Sif Cosmetics, sem er dótturfyrirtæki ORF Líftækni, hefur gengið frá samningum við snyrtivörukeðjuna Imbalie Beauty Inc, sem er ein stærsta keðja sinnar tegundar í Suður-Afríku. Samningurinn hljóðar upp á sölu og dreifingu á BIOEFFECT-húðvörum frá fyrirtækinu og eru vörurnar nú fáanlegar á um hundrað stöðum þar í landi. Fyrir eru húðvörur frá Sif Cosmetics seldar í yfir 400 verslunum um allan heim, og þá helst í Evrópu og Asíu. „Salan hefur gengið vonum framar allt frá því að vörurnar voru fyrst kynntar í vor. Þessi markaður skiptir okkur mjög miklu máli því þarna erum við að fara inn í hundrað búðir á einu bretti,“ segir Jón Björnsson, nýr forstjóri ORF Líftækni, en Jón tók til starfa nú í sumar. BIOEFFECT-húðvörurnar innihalda svokallaðan EGF-frumuvaka, sem á að hraða á endurnýjun húðarinnar, en að baki liggja áratuga rannsóknir ORF Líftækni á líffræði húðarinnar. „Fyrirtækið hefur verið að selja vörur sínar erlendis síðan árið 2011 og eru þær nú að slá í gegn í Suður-Afríku,“ segir Jón og bætir við að vörurnar séu sérstaklega vinsælar í heilsulindum og á snyrtistofum. „Heilsulindir eru mjög víða í Suður-Afríku og hafði fyrirtækið samband við okkur að fyrra bragði eftir að hafa kynnst vörunum í London.“ Jón segir að vörurnar hafi vakið gríðarlega athygli erlendis sem að útskýri aukin umsvif. „Það er mikil viðurkenning fyrir félagið að komast inn í nýja heimsálfu og inn á nýjan markað og þessi samningur gefur vísbendingu um að það leynist mjög góðir markaðir annars staðar í heiminum, þó að þeir liggi langt í burtu.“ Að sögn Jóns hefur fyrirtækið haft það að leiðarljósi að reyna að finna landsvæði þar sem vitað er að snyrtivörumarkaðurinn er vaxandi. BIOEFFECT-húðvörurnar eru alfarið framleiddar og fluttar út frá Íslandi. „Eitt af sérkennum vörunnar er að hún er framleidd að öllu leyti hér á landi og þar með helst virðisaukinn allur innanlands. Einnig er mikil áhersla lögð á íslenskan uppruna varanna,“ segir Jón og bætir við að framtíðarsýn fyrirtækisins sé að auka útflutning félagsins enn frekar. Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sjá meira
Íslenska líftæknifyrirtækið Sif Cosmetics, sem er dótturfyrirtæki ORF Líftækni, hefur gengið frá samningum við snyrtivörukeðjuna Imbalie Beauty Inc, sem er ein stærsta keðja sinnar tegundar í Suður-Afríku. Samningurinn hljóðar upp á sölu og dreifingu á BIOEFFECT-húðvörum frá fyrirtækinu og eru vörurnar nú fáanlegar á um hundrað stöðum þar í landi. Fyrir eru húðvörur frá Sif Cosmetics seldar í yfir 400 verslunum um allan heim, og þá helst í Evrópu og Asíu. „Salan hefur gengið vonum framar allt frá því að vörurnar voru fyrst kynntar í vor. Þessi markaður skiptir okkur mjög miklu máli því þarna erum við að fara inn í hundrað búðir á einu bretti,“ segir Jón Björnsson, nýr forstjóri ORF Líftækni, en Jón tók til starfa nú í sumar. BIOEFFECT-húðvörurnar innihalda svokallaðan EGF-frumuvaka, sem á að hraða á endurnýjun húðarinnar, en að baki liggja áratuga rannsóknir ORF Líftækni á líffræði húðarinnar. „Fyrirtækið hefur verið að selja vörur sínar erlendis síðan árið 2011 og eru þær nú að slá í gegn í Suður-Afríku,“ segir Jón og bætir við að vörurnar séu sérstaklega vinsælar í heilsulindum og á snyrtistofum. „Heilsulindir eru mjög víða í Suður-Afríku og hafði fyrirtækið samband við okkur að fyrra bragði eftir að hafa kynnst vörunum í London.“ Jón segir að vörurnar hafi vakið gríðarlega athygli erlendis sem að útskýri aukin umsvif. „Það er mikil viðurkenning fyrir félagið að komast inn í nýja heimsálfu og inn á nýjan markað og þessi samningur gefur vísbendingu um að það leynist mjög góðir markaðir annars staðar í heiminum, þó að þeir liggi langt í burtu.“ Að sögn Jóns hefur fyrirtækið haft það að leiðarljósi að reyna að finna landsvæði þar sem vitað er að snyrtivörumarkaðurinn er vaxandi. BIOEFFECT-húðvörurnar eru alfarið framleiddar og fluttar út frá Íslandi. „Eitt af sérkennum vörunnar er að hún er framleidd að öllu leyti hér á landi og þar með helst virðisaukinn allur innanlands. Einnig er mikil áhersla lögð á íslenskan uppruna varanna,“ segir Jón og bætir við að framtíðarsýn fyrirtækisins sé að auka útflutning félagsins enn frekar.
Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sjá meira