Færeyskur Statoil-stjóri segir Austur-Grænland erfitt Kristján Már Unnarsson skrifar 27. desember 2013 14:21 Leitarsvæðið er beint norður af Íslandi. Rúni M. Hansen er framkvæmdastjóri Statoil yfir Grænlandi og Færeyjum. Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. Statoil er rekstraraðili í einu af þremur sérleyfunum, með 52,5% hlut, bandaríska félagið ConocoPhillips er með 35% og grænlenska félagið Nunaoil er með 12,5%. Færeyingurinn Rúni M. Hansen er einn af framkvæmdastjórum Statoil og fer með svæðisstjórn yfir starfsemi félagsins á Grænlandi og í Færeyjum. Hann segir í yfirlýsingu að Statoil hafi verið til staðar á Grænlandi frá því fyrir 1990 og stöðugt verið að byggja upp reynslu og þekkingu. „Við nálgumst Norðurslóðir í þrepum og byggjum á yfir 30 ára reynslu við erfiðar aðstæður á norska landgrunninu og öðrum norðlægum svæðum. Að bæta þessu leyfi við er liður í langtímaáætlun okkar í að koma okkur fyrir á heimskautasvæðum og þróa nýja tækni sem er nauðsynleg fyrir starfsemi á grundvelli þessa leyfis,“ segir Rúni Hansen. Sérleyfið við Austur-Grænland er til sextán ára. Statoil segir að byrjað verði á hljóðbylgjumælingum og frekari ákvarðanir verði byggðar á grundvelli þeirra. Fyrirtækið hefur áður borað grunnar rannsóknarholur á svæðinu og stundað aðrar vísindarannsóknir þar til að átta sig á aðstæðum. „Við viðurkennum að þetta er erfitt svæði, en það býður einnig upp á mikil tækifæri. Og við trúum því að auðlindir Norðurslóða muni í framtíðinni verða mikilvægar til að mæta orkuþörf heimsins. Fyrir leiðandi fyrirtæki er þetta sérleyfi langtímaverkefni fyrir Statoil og félagið mun nálgast það í þrepum og ekki fara hraðar en tæknin leyfir,“ segir Statoil-stjórinn Rúni Hansen. Á tíunda áratug síðustu aldar boraði Statoil rannsóknarbrunn undan vesturströnd Grænlands en afsalaði sér leyfinu árið 2002. Statoil er einnig aðili að þremur öðrum leyfum við Vestur-Grænland. Jafnframt er fyrirtækið með starfsemi á heimskautasvæðum í lögsögu Noregs, Rússlands, Bandaríkjanna og Kanada. Tengdar fréttir Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. Statoil er rekstraraðili í einu af þremur sérleyfunum, með 52,5% hlut, bandaríska félagið ConocoPhillips er með 35% og grænlenska félagið Nunaoil er með 12,5%. Færeyingurinn Rúni M. Hansen er einn af framkvæmdastjórum Statoil og fer með svæðisstjórn yfir starfsemi félagsins á Grænlandi og í Færeyjum. Hann segir í yfirlýsingu að Statoil hafi verið til staðar á Grænlandi frá því fyrir 1990 og stöðugt verið að byggja upp reynslu og þekkingu. „Við nálgumst Norðurslóðir í þrepum og byggjum á yfir 30 ára reynslu við erfiðar aðstæður á norska landgrunninu og öðrum norðlægum svæðum. Að bæta þessu leyfi við er liður í langtímaáætlun okkar í að koma okkur fyrir á heimskautasvæðum og þróa nýja tækni sem er nauðsynleg fyrir starfsemi á grundvelli þessa leyfis,“ segir Rúni Hansen. Sérleyfið við Austur-Grænland er til sextán ára. Statoil segir að byrjað verði á hljóðbylgjumælingum og frekari ákvarðanir verði byggðar á grundvelli þeirra. Fyrirtækið hefur áður borað grunnar rannsóknarholur á svæðinu og stundað aðrar vísindarannsóknir þar til að átta sig á aðstæðum. „Við viðurkennum að þetta er erfitt svæði, en það býður einnig upp á mikil tækifæri. Og við trúum því að auðlindir Norðurslóða muni í framtíðinni verða mikilvægar til að mæta orkuþörf heimsins. Fyrir leiðandi fyrirtæki er þetta sérleyfi langtímaverkefni fyrir Statoil og félagið mun nálgast það í þrepum og ekki fara hraðar en tæknin leyfir,“ segir Statoil-stjórinn Rúni Hansen. Á tíunda áratug síðustu aldar boraði Statoil rannsóknarbrunn undan vesturströnd Grænlands en afsalaði sér leyfinu árið 2002. Statoil er einnig aðili að þremur öðrum leyfum við Vestur-Grænland. Jafnframt er fyrirtækið með starfsemi á heimskautasvæðum í lögsögu Noregs, Rússlands, Bandaríkjanna og Kanada.
Tengdar fréttir Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52