Færeyskur Statoil-stjóri segir Austur-Grænland erfitt Kristján Már Unnarsson skrifar 27. desember 2013 14:21 Leitarsvæðið er beint norður af Íslandi. Rúni M. Hansen er framkvæmdastjóri Statoil yfir Grænlandi og Færeyjum. Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. Statoil er rekstraraðili í einu af þremur sérleyfunum, með 52,5% hlut, bandaríska félagið ConocoPhillips er með 35% og grænlenska félagið Nunaoil er með 12,5%. Færeyingurinn Rúni M. Hansen er einn af framkvæmdastjórum Statoil og fer með svæðisstjórn yfir starfsemi félagsins á Grænlandi og í Færeyjum. Hann segir í yfirlýsingu að Statoil hafi verið til staðar á Grænlandi frá því fyrir 1990 og stöðugt verið að byggja upp reynslu og þekkingu. „Við nálgumst Norðurslóðir í þrepum og byggjum á yfir 30 ára reynslu við erfiðar aðstæður á norska landgrunninu og öðrum norðlægum svæðum. Að bæta þessu leyfi við er liður í langtímaáætlun okkar í að koma okkur fyrir á heimskautasvæðum og þróa nýja tækni sem er nauðsynleg fyrir starfsemi á grundvelli þessa leyfis,“ segir Rúni Hansen. Sérleyfið við Austur-Grænland er til sextán ára. Statoil segir að byrjað verði á hljóðbylgjumælingum og frekari ákvarðanir verði byggðar á grundvelli þeirra. Fyrirtækið hefur áður borað grunnar rannsóknarholur á svæðinu og stundað aðrar vísindarannsóknir þar til að átta sig á aðstæðum. „Við viðurkennum að þetta er erfitt svæði, en það býður einnig upp á mikil tækifæri. Og við trúum því að auðlindir Norðurslóða muni í framtíðinni verða mikilvægar til að mæta orkuþörf heimsins. Fyrir leiðandi fyrirtæki er þetta sérleyfi langtímaverkefni fyrir Statoil og félagið mun nálgast það í þrepum og ekki fara hraðar en tæknin leyfir,“ segir Statoil-stjórinn Rúni Hansen. Á tíunda áratug síðustu aldar boraði Statoil rannsóknarbrunn undan vesturströnd Grænlands en afsalaði sér leyfinu árið 2002. Statoil er einnig aðili að þremur öðrum leyfum við Vestur-Grænland. Jafnframt er fyrirtækið með starfsemi á heimskautasvæðum í lögsögu Noregs, Rússlands, Bandaríkjanna og Kanada. Tengdar fréttir Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. Statoil er rekstraraðili í einu af þremur sérleyfunum, með 52,5% hlut, bandaríska félagið ConocoPhillips er með 35% og grænlenska félagið Nunaoil er með 12,5%. Færeyingurinn Rúni M. Hansen er einn af framkvæmdastjórum Statoil og fer með svæðisstjórn yfir starfsemi félagsins á Grænlandi og í Færeyjum. Hann segir í yfirlýsingu að Statoil hafi verið til staðar á Grænlandi frá því fyrir 1990 og stöðugt verið að byggja upp reynslu og þekkingu. „Við nálgumst Norðurslóðir í þrepum og byggjum á yfir 30 ára reynslu við erfiðar aðstæður á norska landgrunninu og öðrum norðlægum svæðum. Að bæta þessu leyfi við er liður í langtímaáætlun okkar í að koma okkur fyrir á heimskautasvæðum og þróa nýja tækni sem er nauðsynleg fyrir starfsemi á grundvelli þessa leyfis,“ segir Rúni Hansen. Sérleyfið við Austur-Grænland er til sextán ára. Statoil segir að byrjað verði á hljóðbylgjumælingum og frekari ákvarðanir verði byggðar á grundvelli þeirra. Fyrirtækið hefur áður borað grunnar rannsóknarholur á svæðinu og stundað aðrar vísindarannsóknir þar til að átta sig á aðstæðum. „Við viðurkennum að þetta er erfitt svæði, en það býður einnig upp á mikil tækifæri. Og við trúum því að auðlindir Norðurslóða muni í framtíðinni verða mikilvægar til að mæta orkuþörf heimsins. Fyrir leiðandi fyrirtæki er þetta sérleyfi langtímaverkefni fyrir Statoil og félagið mun nálgast það í þrepum og ekki fara hraðar en tæknin leyfir,“ segir Statoil-stjórinn Rúni Hansen. Á tíunda áratug síðustu aldar boraði Statoil rannsóknarbrunn undan vesturströnd Grænlands en afsalaði sér leyfinu árið 2002. Statoil er einnig aðili að þremur öðrum leyfum við Vestur-Grænland. Jafnframt er fyrirtækið með starfsemi á heimskautasvæðum í lögsögu Noregs, Rússlands, Bandaríkjanna og Kanada.
Tengdar fréttir Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52