Lífið

Stevie Wonder með tvær nýjar plötur

Stevie Wonder segist ætla gefa út tvær plötur á næsta ári.
Stevie Wonder segist ætla gefa út tvær plötur á næsta ári. Nordicphotos/Getty
Bandaríski tónlistarmaðurinn Stevie Wonder staðfesti í samtali við The Independent, að tvær plötur væru væntanlegar frá honum á næsta ári. Wonder sem er orðinn 63 ára gamall, hefur ekki gefið út plötu í átta ár en nýju plöturnar munu heita When the World Began og Ten Billion Hearts.

Einn ástsælasti upptökustjóri samtímans, David Foster mun stýra upptökum á plötunni When the World Began en hann er þekktur fyrir störf sín með Michael Bublé, Christina Aguilera og Beyoncé, svo einhverjir séu nefndir.

Wonder sagðist ætla breyta mikið til á næstu plötum og jafnvel að syngja gospel á arabísku eða jafnvel hebresku. Þá sagðist hann hafa hlustað mikið á rapptónlist undanfarið en fyrr á árinu hafði hann tjáð sig um að nýja efnið yrði flutt af sinfóníuhljómsveit. Það eru því eflaust margir sem bíða spenntir eftir nýja efni þessa margverðlaunaða listamanns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.