Tekjur Man. Utd og Haga svipaðar 26. janúar 2013 07:00 Real Madrid Spænsku meistararnir hafa verið tekjuhæsta knattspyrnulið heims síðustu átta ár. Ensk lið eru þó fjölmennust í hópi tuttugu ríkustu liða heims. Mynd/Getty Tekjur stærstu knattspyrnuliða heims eru svipaðar tekjum stærstu skráðu fyrirtækja Íslands. Árlegar rekstrartekjur Marels og Icelandair Group eru öllu meiri en rekstrartekjur Real Madrid og Barcelona og þá eru tekjur Haga svipaðar og tekjur Manchester United. Þetta leiða lauslegir útreikningar blaðamanns í ljós sem byggja á ársreikningum íslensku fyrirtækjanna og nýjustu útgáfu knattspyrnuskýrslu endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte. Deloitte gefur á ári hverju út skýrslu þar sem fyrirtækið reynir að varpa ljósi á getu stærstu knattspyrnuliða heims til þess að skapa tekjur. Nýjasta útgáfa skýrslunnar kom út á fimmtudag og tróna spænsku risarnir Real Madrid og Barcelona á toppi tekjulistans fjórða árið í röð. Í hópi tuttugu tekjuhæstu liða heims eiga Englendingar þó flesta fulltrúa, eða sjö lið. Tekjur toppliðsins Real Madrid, sem var á toppi tekjulistans áttunda árið í röð, námu 512 milljónum evra, jafngildi tæplega 90 milljarða íslenskra króna, á síðasta tímabili. Tekjur erkióvina þeirra í Barcelona voru aftur á móti 483 milljónir evra en þessi tvö lið hafa verið í sérflokki á tekjulistanum síðustu ár. Í þriðja sæti var enska stórliðið Manchester United með 396 milljóna evra tekjur og í því fjórða þýska stórveldið Bayern München með tekjur upp á 369 milljónir evra. Önnur félög á listanum voru með tekjur á bilinu 115 til 323 milljónir evra en næst á eftir Bayern koma ensku liðin Chelsea, Arsenal og Manchester City og ítalska liðið AC Milan. Tekjur þessara stærstu knattspyrnuliða heims hafa vaxið hratt á síðustu árum þrátt fyrir veikleika í helstu hagkerfum Evrópu og nam tekjuvöxturinn 10% á síðasta tímabili. Öll tuttugu ríkustu félög heims eru frá fimm ríkjum í álfunni; sjö eru frá Englandi, fimm frá Ítalíu, fjögur frá Þýskalandi, og tvö hvort frá Spáni og Frakklandi. Stærstu knattspyrnuliðin utan Evrópu hafa hins vegar færst nær tekjulistanum á síðustu árum og er brasilíska liðið Corinthias næst því að komast á listann með 94 milljóna evra tekjur. Sérfræðingar Deloitte telja þó líklegt að það verði frekar ensk lið sem komist ný inn á listann á næstu árum og skiptir þar mestu nýr sjónvarpssamningur um útsendingar frá ensku úrvalsdeildinni sem er sá stærsti sinnar tegundar frá upphafi. Er því ekki talið ósennilegt að ensk lið skipi helming sæta á listanum á næstu árum. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Tekjur stærstu knattspyrnuliða heims eru svipaðar tekjum stærstu skráðu fyrirtækja Íslands. Árlegar rekstrartekjur Marels og Icelandair Group eru öllu meiri en rekstrartekjur Real Madrid og Barcelona og þá eru tekjur Haga svipaðar og tekjur Manchester United. Þetta leiða lauslegir útreikningar blaðamanns í ljós sem byggja á ársreikningum íslensku fyrirtækjanna og nýjustu útgáfu knattspyrnuskýrslu endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte. Deloitte gefur á ári hverju út skýrslu þar sem fyrirtækið reynir að varpa ljósi á getu stærstu knattspyrnuliða heims til þess að skapa tekjur. Nýjasta útgáfa skýrslunnar kom út á fimmtudag og tróna spænsku risarnir Real Madrid og Barcelona á toppi tekjulistans fjórða árið í röð. Í hópi tuttugu tekjuhæstu liða heims eiga Englendingar þó flesta fulltrúa, eða sjö lið. Tekjur toppliðsins Real Madrid, sem var á toppi tekjulistans áttunda árið í röð, námu 512 milljónum evra, jafngildi tæplega 90 milljarða íslenskra króna, á síðasta tímabili. Tekjur erkióvina þeirra í Barcelona voru aftur á móti 483 milljónir evra en þessi tvö lið hafa verið í sérflokki á tekjulistanum síðustu ár. Í þriðja sæti var enska stórliðið Manchester United með 396 milljóna evra tekjur og í því fjórða þýska stórveldið Bayern München með tekjur upp á 369 milljónir evra. Önnur félög á listanum voru með tekjur á bilinu 115 til 323 milljónir evra en næst á eftir Bayern koma ensku liðin Chelsea, Arsenal og Manchester City og ítalska liðið AC Milan. Tekjur þessara stærstu knattspyrnuliða heims hafa vaxið hratt á síðustu árum þrátt fyrir veikleika í helstu hagkerfum Evrópu og nam tekjuvöxturinn 10% á síðasta tímabili. Öll tuttugu ríkustu félög heims eru frá fimm ríkjum í álfunni; sjö eru frá Englandi, fimm frá Ítalíu, fjögur frá Þýskalandi, og tvö hvort frá Spáni og Frakklandi. Stærstu knattspyrnuliðin utan Evrópu hafa hins vegar færst nær tekjulistanum á síðustu árum og er brasilíska liðið Corinthias næst því að komast á listann með 94 milljóna evra tekjur. Sérfræðingar Deloitte telja þó líklegt að það verði frekar ensk lið sem komist ný inn á listann á næstu árum og skiptir þar mestu nýr sjónvarpssamningur um útsendingar frá ensku úrvalsdeildinni sem er sá stærsti sinnar tegundar frá upphafi. Er því ekki talið ósennilegt að ensk lið skipi helming sæta á listanum á næstu árum. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun