Vanefndir við HNLFÍ nema 355 milljónum Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. nóvember 2013 07:00 Hjá HNLFÍ starfa við umönnun fjórir læknar, níu hjúkrunarfræðingar, sex sjúkraþjálfarar, þrír íþróttakennarar, fimm sjúkranuddarar, næringarfræðingur, nálastungulæknir, þrír sálfræðingar og níu sjúkraliðar. Fréttablaðið/Pjetur Þjónustusamningar ríkisins við Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands (HNLFÍ) í Hveragerði hafa árum saman verið þverbrotnir af hálfu stjórnvalda, að sögn Gunnlaugs K. Jónssonar stjórnarformanns rekstrar HNLFÍ og forseta Náttúrulækningafélagsins. Hann bendir á að stofnunin hafi mátt sæta meiri niðurskuðir en aðrar sambærilegar stofnanir árið 2011 og það endurtaki sig nú í fjárlögum næsta árs. Stofnunin hafi verið með gildan þjónustusamning við ríkið síðan 1997 og engar athugasemdir hafi verið gerðar við þjónustu stofnunarinnar. Á verðlagi dagsins í dag nemi vanefndir ríkisins við samninginn sem gilti 2007 til 2011 rúmum 310 milljónum króna. „Samtals eru vanefndir ríkisins á síðustu fimm árum rúmar 355 milljonir að meðtöldum niðurskurðinum í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2014,“ bætir hann við. Gunnlaugur segir svíða einna mest að ekkert samráð hefi nokkurn tímann verið haft við stofnunina eða við stjórnendur hennar rætt í tengslum við ákvarðanir um niðurskurð.Í þessu ástandi sé öll áætlanagerð afar erfið. Honum virðist sem fordómar og þekkingarleysi ráði för í ákvörðunum um niðurskurð, fremur en ígrundaðar ákvarðanir. Þar kunni jafnvel að hafa ráðið úrslitum að með tveimur atkvæðum varð ofan á að félagið skyldi heita Náttúrulækningafélag en ekki Heilsufélag Íslands. Nafngiftin kynni að hafa ýtt undir ranghugmyndir og vanþekkingu á starfseminni. Þá bendir Gunnlaugur á að enginn yfirmaður heilbrigðisráðuneytisins hafi heimsótt stofnunina í Hveragerðir á þessari öld. „Það er þangað til 4. september síðastliðinn að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kom hér í stutta heimsókn.“ Þrátt fyrir boðaðan niðurskurð kveðst Gunnlaugur þó vongóður um að hlutirnir verði teknir til endurskoðunar í meðferð Alþingis á fjárlögum. Til dæmis kunni heilbrigðisráðherra að hafa séð eitthvað nýtt í tölunum sem honum voru kynntar. Þá hljóti menn að sjá að ekkert réttlæti sé í því að HNLFÍ standi eitt undir öllum niðurskurði í sínum málaflokki líkt og lagt sé upp með í fjárlagafrumvarpinu. „Við förum ekki fram á að vera undanskilin niðurskurði, eldur viljum við bara að allir sitji við sama borð.“Starfsemin á Heilbrigðisstofnun NLFÍHNLFÍ í Hveragerði er í eigu Náttúrulækningafélags Íslands. Meðferðarlínur eru níu: 1. Krabbameinsendurhæfing; 2. Offitumeðferð; 3. Gigtarendurhæfing; 4. Hjarta-, æða og lungnaendurhæfing; 5. Geðendurhæfing; 6. Streitumeðferð; 7. Verkjameðferð; 8. Liðskiptaendurhæfing; og 9. Öldrunarendurhæfing.Um 500 læknar vísa sjúklingum til stofnunarinnar, en innlagnarráð forgangsraðar umsóknum. Í fyrra var 1.523 sjúklingum þjónað. Fram kemur í gögnum HNLFÍ að árið 2012 hafi meðalkostnaður við endurhæfingu á hvern legudag verið 13.277 krónur. Þetta sé ódýrasta endurhæfingar- og sjúkrapláss Íslands og Sjúkratryggingar Íslands mæli með þjónustunni sem hagkvæmum kosti.Samkvæmt gögnum frá fjármálaráðuneyti kostar hver legudagur á hjúkrunarheimili um 24 þúsund krónur, en er miklu hærri þegar horft er til kostnaðar við sjúkrarúm á spítala. Fólk sem leitar lækninga hjá HNLFÍ greiðir einnig mótframlag, 2.300 til 6.000 krónur á dag eftir meðferð. Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Þjónustusamningar ríkisins við Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands (HNLFÍ) í Hveragerði hafa árum saman verið þverbrotnir af hálfu stjórnvalda, að sögn Gunnlaugs K. Jónssonar stjórnarformanns rekstrar HNLFÍ og forseta Náttúrulækningafélagsins. Hann bendir á að stofnunin hafi mátt sæta meiri niðurskuðir en aðrar sambærilegar stofnanir árið 2011 og það endurtaki sig nú í fjárlögum næsta árs. Stofnunin hafi verið með gildan þjónustusamning við ríkið síðan 1997 og engar athugasemdir hafi verið gerðar við þjónustu stofnunarinnar. Á verðlagi dagsins í dag nemi vanefndir ríkisins við samninginn sem gilti 2007 til 2011 rúmum 310 milljónum króna. „Samtals eru vanefndir ríkisins á síðustu fimm árum rúmar 355 milljonir að meðtöldum niðurskurðinum í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2014,“ bætir hann við. Gunnlaugur segir svíða einna mest að ekkert samráð hefi nokkurn tímann verið haft við stofnunina eða við stjórnendur hennar rætt í tengslum við ákvarðanir um niðurskurð.Í þessu ástandi sé öll áætlanagerð afar erfið. Honum virðist sem fordómar og þekkingarleysi ráði för í ákvörðunum um niðurskurð, fremur en ígrundaðar ákvarðanir. Þar kunni jafnvel að hafa ráðið úrslitum að með tveimur atkvæðum varð ofan á að félagið skyldi heita Náttúrulækningafélag en ekki Heilsufélag Íslands. Nafngiftin kynni að hafa ýtt undir ranghugmyndir og vanþekkingu á starfseminni. Þá bendir Gunnlaugur á að enginn yfirmaður heilbrigðisráðuneytisins hafi heimsótt stofnunina í Hveragerðir á þessari öld. „Það er þangað til 4. september síðastliðinn að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kom hér í stutta heimsókn.“ Þrátt fyrir boðaðan niðurskurð kveðst Gunnlaugur þó vongóður um að hlutirnir verði teknir til endurskoðunar í meðferð Alþingis á fjárlögum. Til dæmis kunni heilbrigðisráðherra að hafa séð eitthvað nýtt í tölunum sem honum voru kynntar. Þá hljóti menn að sjá að ekkert réttlæti sé í því að HNLFÍ standi eitt undir öllum niðurskurði í sínum málaflokki líkt og lagt sé upp með í fjárlagafrumvarpinu. „Við förum ekki fram á að vera undanskilin niðurskurði, eldur viljum við bara að allir sitji við sama borð.“Starfsemin á Heilbrigðisstofnun NLFÍHNLFÍ í Hveragerði er í eigu Náttúrulækningafélags Íslands. Meðferðarlínur eru níu: 1. Krabbameinsendurhæfing; 2. Offitumeðferð; 3. Gigtarendurhæfing; 4. Hjarta-, æða og lungnaendurhæfing; 5. Geðendurhæfing; 6. Streitumeðferð; 7. Verkjameðferð; 8. Liðskiptaendurhæfing; og 9. Öldrunarendurhæfing.Um 500 læknar vísa sjúklingum til stofnunarinnar, en innlagnarráð forgangsraðar umsóknum. Í fyrra var 1.523 sjúklingum þjónað. Fram kemur í gögnum HNLFÍ að árið 2012 hafi meðalkostnaður við endurhæfingu á hvern legudag verið 13.277 krónur. Þetta sé ódýrasta endurhæfingar- og sjúkrapláss Íslands og Sjúkratryggingar Íslands mæli með þjónustunni sem hagkvæmum kosti.Samkvæmt gögnum frá fjármálaráðuneyti kostar hver legudagur á hjúkrunarheimili um 24 þúsund krónur, en er miklu hærri þegar horft er til kostnaðar við sjúkrarúm á spítala. Fólk sem leitar lækninga hjá HNLFÍ greiðir einnig mótframlag, 2.300 til 6.000 krónur á dag eftir meðferð.
Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira