Hundleiðinlegt að eyða tíma í þetta Freyr Bjarnason skrifar 14. nóvember 2013 07:00 Hreiðar Már og Sigurður í réttarsalnunm í Héraðsdómi Reykjavíkur. fréttablaðið/daníel Næstsíðasti dagur í Al Thani-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Saksóknari sagði að starfsmenn Kaupþings hafi látið eins og þeir hafi unnið HM í knattspyrnu þegar tilkynnt var um kaup Al-Thani á 5,01% hlut í bankanum haustið 2008. Benti hann á að markmiðið með viðskiptunum hafi verið að auka tiltrú fjárfesta á bankanum. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Aðspurður um þessa kröfu sagði Hreiðar Már í samtali við blaðamann: „Mér finnst þetta einfaldlega fráleitt. Það er ljóst að ég er ákærður fyrir umboðssvik. Sá sem veitti mér umboðið, sem var Kaupþing hf, hefur rétt á að rifta viðskiptunum sem við gengum til. Þeir hafa ekki áhuga á því, sem skýrist af þeirri ástæðu að Kaupþing var í betri stöðu eftir viðskiptin en ef ekki hefði verið gengið til þeirra.“ Spurður út í tilfinningu sína fyrir málalokum sagði hann óvissuna mikla. „En ég er mjög ánægður með málflutning míns verjanda. Rökin og staðreyndir málsins liggja með okkur.“ Saksóknari fór einnig fram á sex ára dóm yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings. Spurður út í þessa kröfu sagði Sigurður hana lýsa þeim tryllingi sem væri í málinu. „Þessi vegferð saksóknara í þessu máli er mér hulin ráðgáta, hvernig hann getur haldið þessu áfram eins arfavitlaust og þetta er.“ Aðspurður sagði hann hafa verið erfitt að sitja í réttarsalnum síðustu tvær vikur. „Þetta er náttúrulega hundleiðinlegt að eyða tíma sínum í þessa skelfingu.“ Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Næstsíðasti dagur í Al Thani-málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Saksóknari sagði að starfsmenn Kaupþings hafi látið eins og þeir hafi unnið HM í knattspyrnu þegar tilkynnt var um kaup Al-Thani á 5,01% hlut í bankanum haustið 2008. Benti hann á að markmiðið með viðskiptunum hafi verið að auka tiltrú fjárfesta á bankanum. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Aðspurður um þessa kröfu sagði Hreiðar Már í samtali við blaðamann: „Mér finnst þetta einfaldlega fráleitt. Það er ljóst að ég er ákærður fyrir umboðssvik. Sá sem veitti mér umboðið, sem var Kaupþing hf, hefur rétt á að rifta viðskiptunum sem við gengum til. Þeir hafa ekki áhuga á því, sem skýrist af þeirri ástæðu að Kaupþing var í betri stöðu eftir viðskiptin en ef ekki hefði verið gengið til þeirra.“ Spurður út í tilfinningu sína fyrir málalokum sagði hann óvissuna mikla. „En ég er mjög ánægður með málflutning míns verjanda. Rökin og staðreyndir málsins liggja með okkur.“ Saksóknari fór einnig fram á sex ára dóm yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings. Spurður út í þessa kröfu sagði Sigurður hana lýsa þeim tryllingi sem væri í málinu. „Þessi vegferð saksóknara í þessu máli er mér hulin ráðgáta, hvernig hann getur haldið þessu áfram eins arfavitlaust og þetta er.“ Aðspurður sagði hann hafa verið erfitt að sitja í réttarsalnum síðustu tvær vikur. „Þetta er náttúrulega hundleiðinlegt að eyða tíma sínum í þessa skelfingu.“
Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira