Kerecis fékk grænt ljós á lækningavörur vestan hafs Svavar Hávarðsson skrifar 14. nóvember 2013 10:30 Kerecis stofnað af Guðmundi Fertram Sigurjónssyni [lengst til vinstri]framkvæmdastjóra ásamt Baldri Tuma Baldurssyni húðlækni og Hilmari Kjartanssyni lækni. Ernest Kenney einkaleyfalögfræðing vantar á myndina Mynd/Kerecis Ísfirska fyrirtækið Kerecis hefur tryggt sér markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir lækningavörur úr þorskroði. Um risaskref er að ræða fyrir fyrirtækið, en Bandaríkin eru stærsti markaður heims fyrir vörur Kerecis, sem ekki síst nýtast sívaxandi hópi fólks með sykursýki og fylgikvilla hennar, þrálát sár sem valda þúsundum aflimana á ári hverju. Guðmundur F. Sigurjónsson, stjórnarformaður Kerecis, segir það í sjálfu sér stóran áfanga og viðurkenningu fyrir fyrirtækið að fá grænt ljós hjá Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (FDA), enda kröfurnar gríðarmiklar til nýrra lækningavara þar í landi. „FDA hefur aldrei áður gefið markaðsleyfi fyrir lækningavöru sem byggir á notkun á fiski sem hráefni í Bandaríkjunum. Að baki markaðsleyfinu liggur margra ára vinna íslenskra lækna, vísindamanna og skráningarsérfræðinga,“ segir Guðmundur. Spurður um vaxtarmöguleika Kerecis, í ljósi þess að leyfið er fengið, segir Guðmundur að með því sé fenginn aðgöngumiði að markaði sem veltir 900 milljónum dala á ári – og er í örum vexti. „Nú er næsta verkefni að vanda vel til vals á samstarfsaðila sem getur tekið að sér dreifingu á þessum geysistóra markaði sem er í miklum vexti vegna mikillar aukningar á sykursýki í Bandaríkjunum. Um 10% bandarísku þjóðarinnar eru með sykursýki og spár gera ráð fyrir að eftir nokkur ár verði það 20% þjóðarinnar. Sex prósent af öllum sykursýkissjúklingum fá þrálát sár og þar kemur tæknin okkar til sögunnar,“ segir Guðmundur. Kerecis fékk fyrr á árinu markaðsleyfi í Evrópu, og er sala þegar hafin á Íslandi og Bretlandi í kjölfar þess leyfis. Sala í öðrum Evrópulöndum er í burðarliðunum auk þess sem Kerecis vinnur að öflun markaðsleyfa annars staðar í heiminum, til dæmis í Kína og á Indlandi.Engin sjúkdómahætta af þorskroðinu Tæknin sem um ræðir, MariGen Omega3, er stoðefni til meðhöndlunar á þrálátum sárum sem eru alvarlegt heilbrigðisvandamál um allan heim. MariGen Omega3 er þorskroð sem fellur til hjá sjávarútvegsfyrirtækjum á Vestfjörðum og meðhöndlað hefur verið þannig að allar frumur og ofnæmisvaldandi efni hafa verið fjarlægð úr roðinu. Fyrir á markaðnum eru stoðefni sem unnin eru úr húð, þvagblöðrum, þörmum og gollurshúsum svína, manna og nautgripa. Stoðefni úr fiski gefur því ákveðið forskot þar sem ekkert er um trúarlegar hindranir, eins og þegar um vörur úr svínavef er að ræða. Þá smitast ekki sjúkdómar úr fiskum í menn, ólíkt vefjum manna og dýra. Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Ísfirska fyrirtækið Kerecis hefur tryggt sér markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir lækningavörur úr þorskroði. Um risaskref er að ræða fyrir fyrirtækið, en Bandaríkin eru stærsti markaður heims fyrir vörur Kerecis, sem ekki síst nýtast sívaxandi hópi fólks með sykursýki og fylgikvilla hennar, þrálát sár sem valda þúsundum aflimana á ári hverju. Guðmundur F. Sigurjónsson, stjórnarformaður Kerecis, segir það í sjálfu sér stóran áfanga og viðurkenningu fyrir fyrirtækið að fá grænt ljós hjá Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (FDA), enda kröfurnar gríðarmiklar til nýrra lækningavara þar í landi. „FDA hefur aldrei áður gefið markaðsleyfi fyrir lækningavöru sem byggir á notkun á fiski sem hráefni í Bandaríkjunum. Að baki markaðsleyfinu liggur margra ára vinna íslenskra lækna, vísindamanna og skráningarsérfræðinga,“ segir Guðmundur. Spurður um vaxtarmöguleika Kerecis, í ljósi þess að leyfið er fengið, segir Guðmundur að með því sé fenginn aðgöngumiði að markaði sem veltir 900 milljónum dala á ári – og er í örum vexti. „Nú er næsta verkefni að vanda vel til vals á samstarfsaðila sem getur tekið að sér dreifingu á þessum geysistóra markaði sem er í miklum vexti vegna mikillar aukningar á sykursýki í Bandaríkjunum. Um 10% bandarísku þjóðarinnar eru með sykursýki og spár gera ráð fyrir að eftir nokkur ár verði það 20% þjóðarinnar. Sex prósent af öllum sykursýkissjúklingum fá þrálát sár og þar kemur tæknin okkar til sögunnar,“ segir Guðmundur. Kerecis fékk fyrr á árinu markaðsleyfi í Evrópu, og er sala þegar hafin á Íslandi og Bretlandi í kjölfar þess leyfis. Sala í öðrum Evrópulöndum er í burðarliðunum auk þess sem Kerecis vinnur að öflun markaðsleyfa annars staðar í heiminum, til dæmis í Kína og á Indlandi.Engin sjúkdómahætta af þorskroðinu Tæknin sem um ræðir, MariGen Omega3, er stoðefni til meðhöndlunar á þrálátum sárum sem eru alvarlegt heilbrigðisvandamál um allan heim. MariGen Omega3 er þorskroð sem fellur til hjá sjávarútvegsfyrirtækjum á Vestfjörðum og meðhöndlað hefur verið þannig að allar frumur og ofnæmisvaldandi efni hafa verið fjarlægð úr roðinu. Fyrir á markaðnum eru stoðefni sem unnin eru úr húð, þvagblöðrum, þörmum og gollurshúsum svína, manna og nautgripa. Stoðefni úr fiski gefur því ákveðið forskot þar sem ekkert er um trúarlegar hindranir, eins og þegar um vörur úr svínavef er að ræða. Þá smitast ekki sjúkdómar úr fiskum í menn, ólíkt vefjum manna og dýra.
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira