Kerecis fékk grænt ljós á lækningavörur vestan hafs Svavar Hávarðsson skrifar 14. nóvember 2013 10:30 Kerecis stofnað af Guðmundi Fertram Sigurjónssyni [lengst til vinstri]framkvæmdastjóra ásamt Baldri Tuma Baldurssyni húðlækni og Hilmari Kjartanssyni lækni. Ernest Kenney einkaleyfalögfræðing vantar á myndina Mynd/Kerecis Ísfirska fyrirtækið Kerecis hefur tryggt sér markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir lækningavörur úr þorskroði. Um risaskref er að ræða fyrir fyrirtækið, en Bandaríkin eru stærsti markaður heims fyrir vörur Kerecis, sem ekki síst nýtast sívaxandi hópi fólks með sykursýki og fylgikvilla hennar, þrálát sár sem valda þúsundum aflimana á ári hverju. Guðmundur F. Sigurjónsson, stjórnarformaður Kerecis, segir það í sjálfu sér stóran áfanga og viðurkenningu fyrir fyrirtækið að fá grænt ljós hjá Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (FDA), enda kröfurnar gríðarmiklar til nýrra lækningavara þar í landi. „FDA hefur aldrei áður gefið markaðsleyfi fyrir lækningavöru sem byggir á notkun á fiski sem hráefni í Bandaríkjunum. Að baki markaðsleyfinu liggur margra ára vinna íslenskra lækna, vísindamanna og skráningarsérfræðinga,“ segir Guðmundur. Spurður um vaxtarmöguleika Kerecis, í ljósi þess að leyfið er fengið, segir Guðmundur að með því sé fenginn aðgöngumiði að markaði sem veltir 900 milljónum dala á ári – og er í örum vexti. „Nú er næsta verkefni að vanda vel til vals á samstarfsaðila sem getur tekið að sér dreifingu á þessum geysistóra markaði sem er í miklum vexti vegna mikillar aukningar á sykursýki í Bandaríkjunum. Um 10% bandarísku þjóðarinnar eru með sykursýki og spár gera ráð fyrir að eftir nokkur ár verði það 20% þjóðarinnar. Sex prósent af öllum sykursýkissjúklingum fá þrálát sár og þar kemur tæknin okkar til sögunnar,“ segir Guðmundur. Kerecis fékk fyrr á árinu markaðsleyfi í Evrópu, og er sala þegar hafin á Íslandi og Bretlandi í kjölfar þess leyfis. Sala í öðrum Evrópulöndum er í burðarliðunum auk þess sem Kerecis vinnur að öflun markaðsleyfa annars staðar í heiminum, til dæmis í Kína og á Indlandi.Engin sjúkdómahætta af þorskroðinu Tæknin sem um ræðir, MariGen Omega3, er stoðefni til meðhöndlunar á þrálátum sárum sem eru alvarlegt heilbrigðisvandamál um allan heim. MariGen Omega3 er þorskroð sem fellur til hjá sjávarútvegsfyrirtækjum á Vestfjörðum og meðhöndlað hefur verið þannig að allar frumur og ofnæmisvaldandi efni hafa verið fjarlægð úr roðinu. Fyrir á markaðnum eru stoðefni sem unnin eru úr húð, þvagblöðrum, þörmum og gollurshúsum svína, manna og nautgripa. Stoðefni úr fiski gefur því ákveðið forskot þar sem ekkert er um trúarlegar hindranir, eins og þegar um vörur úr svínavef er að ræða. Þá smitast ekki sjúkdómar úr fiskum í menn, ólíkt vefjum manna og dýra. Mest lesið Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Vextir lækka hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Sjá meira
Ísfirska fyrirtækið Kerecis hefur tryggt sér markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir lækningavörur úr þorskroði. Um risaskref er að ræða fyrir fyrirtækið, en Bandaríkin eru stærsti markaður heims fyrir vörur Kerecis, sem ekki síst nýtast sívaxandi hópi fólks með sykursýki og fylgikvilla hennar, þrálát sár sem valda þúsundum aflimana á ári hverju. Guðmundur F. Sigurjónsson, stjórnarformaður Kerecis, segir það í sjálfu sér stóran áfanga og viðurkenningu fyrir fyrirtækið að fá grænt ljós hjá Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (FDA), enda kröfurnar gríðarmiklar til nýrra lækningavara þar í landi. „FDA hefur aldrei áður gefið markaðsleyfi fyrir lækningavöru sem byggir á notkun á fiski sem hráefni í Bandaríkjunum. Að baki markaðsleyfinu liggur margra ára vinna íslenskra lækna, vísindamanna og skráningarsérfræðinga,“ segir Guðmundur. Spurður um vaxtarmöguleika Kerecis, í ljósi þess að leyfið er fengið, segir Guðmundur að með því sé fenginn aðgöngumiði að markaði sem veltir 900 milljónum dala á ári – og er í örum vexti. „Nú er næsta verkefni að vanda vel til vals á samstarfsaðila sem getur tekið að sér dreifingu á þessum geysistóra markaði sem er í miklum vexti vegna mikillar aukningar á sykursýki í Bandaríkjunum. Um 10% bandarísku þjóðarinnar eru með sykursýki og spár gera ráð fyrir að eftir nokkur ár verði það 20% þjóðarinnar. Sex prósent af öllum sykursýkissjúklingum fá þrálát sár og þar kemur tæknin okkar til sögunnar,“ segir Guðmundur. Kerecis fékk fyrr á árinu markaðsleyfi í Evrópu, og er sala þegar hafin á Íslandi og Bretlandi í kjölfar þess leyfis. Sala í öðrum Evrópulöndum er í burðarliðunum auk þess sem Kerecis vinnur að öflun markaðsleyfa annars staðar í heiminum, til dæmis í Kína og á Indlandi.Engin sjúkdómahætta af þorskroðinu Tæknin sem um ræðir, MariGen Omega3, er stoðefni til meðhöndlunar á þrálátum sárum sem eru alvarlegt heilbrigðisvandamál um allan heim. MariGen Omega3 er þorskroð sem fellur til hjá sjávarútvegsfyrirtækjum á Vestfjörðum og meðhöndlað hefur verið þannig að allar frumur og ofnæmisvaldandi efni hafa verið fjarlægð úr roðinu. Fyrir á markaðnum eru stoðefni sem unnin eru úr húð, þvagblöðrum, þörmum og gollurshúsum svína, manna og nautgripa. Stoðefni úr fiski gefur því ákveðið forskot þar sem ekkert er um trúarlegar hindranir, eins og þegar um vörur úr svínavef er að ræða. Þá smitast ekki sjúkdómar úr fiskum í menn, ólíkt vefjum manna og dýra.
Mest lesið Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Vextir lækka hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Sjá meira