Viðskipti innlent

Flestar flugferðir á áætlun í október

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Alls fóru 37.749 farþegar í flugi frá Keflavík í mánuðinum.
Alls fóru 37.749 farþegar í flugi frá Keflavík í mánuðinum. Mynd/þorgils jónsson
Október er besti ferðamánuður þessa árs, þar sem þúsund fleiri farþegar fóru í flugi frá Keflavík en í ágúst. Vefsíðan Túristi.is greinir frá þessu.

Alls fóru 37.749 farþegar í flugi frá Keflavík í mánuðinum.

Nærri allar brottfarir Wow Air voru á áætlun í október og hjá Icelandair fóru níu af hverjum tíu vélum á tíma.

Komutímar í Keflavík stóðust sjaldnar en brottfarartímar, en 81,7% af komum hjá Icelandair voru á réttum tíma en 90,9% hjá Wow Air.

Meðalseinkun koma var 2,5 mínútur hjá Icelandair en 3 mínútur hjá Wow Air.

Flugfélögin tvö stóðu fyrir nærri 90% ferða frá landinu í október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×