Viðskipti innlent

Skuldir Landsvirkjunar lækkuðu um 8,5 milljarða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nettó skuldir Landsvirkjunar lækkuðu á árinu um 67,3 milljónir, eða um 8,5 milljarða króna, og voru í árslok 2.436 milljónir, eða 309,4 milljarðar króna. Þetta kemur fram í ársreikningi sem birtur var í dag. Rekstrartekjur Landsvirkjunar námu 407,8 milljónum bandaríkjadollara, eða 51,8 milljörðum króna, sem er 6,5% lækkun frá árinu áður.

Hagnaður fyrir fjármagnsliði afskriftir og skatta, EBITDA, nam 319,6 milljónum bandaríkjadala, eða 40,6 milljörðum króna. EBITDA hlutfall er 78,4% af tekjum, en var 79,1% árið áður.

Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 102,0 milljónum bandaríkjadala eða 13 milljörðum króna, en var 106,1 milljón bandaríkjadala árið áður.

Handbært fé frá rekstri nam 236,2 milljónum USD (30,0 ma.kr.) sem er 11,6% lækkun frá árinu áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×