Chromebook Pixel er fyrsta sanna Google-tækið 22. febrúar 2013 23:43 Tæknirisinn Google kynnti í dag nýjustu vöru sína, fartölvuna Chromebook Pixel. Tölvan markar þáttaskil í vöruþróun Google enda hefur fyrirtækið hingað til ekki sóst eftir því að ryðja sér til rúms sem vöruframleiðandi. Vissulega hefur Google tekið þátt í þróunarstarfi ýmissa fyrirtækja, þar á meðal Samsung og Asus, en sú þátttaka hefur þó aldrei verið jafn beinskeytt og nú. Chromebook Pixel er hreinræktuð Google-vara. Fartölvan keyrir Chrome stýrikerfið sem fyrirtækið hefur haft í þróun undanfarin misseri. Þetta nýstárlega stýrikerfi byggir á hinu eftirsótta skýi sem öll helstu tæknifyrirtæki taka mið af í dag, það er, að gefa notendum færi á að nálgast gögn hvar sem er og hvenær sem er. Fartölvan er knúinn af Core i5 örgjörva og ytri skel hennar er járni. Þá þykir skjárinn afar nýstárlegur en hann er býður upp á gríðarlega háa upplausn — hann styður jafnframt snertingu. En það er verð fartölvunnar sem hefur vafalust komið mörgum spánskt fyrir sjónir. Verð tölvunnar, í Bandaríkjunum, er tæpir 1.300 dollarar, eða það sem nemur rúmlega 165 þúsund krónum. Þannig kostar Chromebook Pixel nokkuð meira en 13 tommu MacBook Air fartölvan frá Apple. Hingað til hefur Google komið að þróun snjallsíma (Nexus One) og spjaldtölva (Nexus 7) fyrir tæknifyrirtæki sem undirbjóða helstu keppinauta sína. Með Chromebook Pixel hefur Google þannig tekið næsta skref í að keppa beint við dýrari vörur sem fyrirtæki á borð við Apple hafa boðið upp á hingað til.Hægt er að sjá stutt kynningarmyndband frá Google fyrir Chromebook Pixel hér fyrir ofan. Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Tæknirisinn Google kynnti í dag nýjustu vöru sína, fartölvuna Chromebook Pixel. Tölvan markar þáttaskil í vöruþróun Google enda hefur fyrirtækið hingað til ekki sóst eftir því að ryðja sér til rúms sem vöruframleiðandi. Vissulega hefur Google tekið þátt í þróunarstarfi ýmissa fyrirtækja, þar á meðal Samsung og Asus, en sú þátttaka hefur þó aldrei verið jafn beinskeytt og nú. Chromebook Pixel er hreinræktuð Google-vara. Fartölvan keyrir Chrome stýrikerfið sem fyrirtækið hefur haft í þróun undanfarin misseri. Þetta nýstárlega stýrikerfi byggir á hinu eftirsótta skýi sem öll helstu tæknifyrirtæki taka mið af í dag, það er, að gefa notendum færi á að nálgast gögn hvar sem er og hvenær sem er. Fartölvan er knúinn af Core i5 örgjörva og ytri skel hennar er járni. Þá þykir skjárinn afar nýstárlegur en hann er býður upp á gríðarlega háa upplausn — hann styður jafnframt snertingu. En það er verð fartölvunnar sem hefur vafalust komið mörgum spánskt fyrir sjónir. Verð tölvunnar, í Bandaríkjunum, er tæpir 1.300 dollarar, eða það sem nemur rúmlega 165 þúsund krónum. Þannig kostar Chromebook Pixel nokkuð meira en 13 tommu MacBook Air fartölvan frá Apple. Hingað til hefur Google komið að þróun snjallsíma (Nexus One) og spjaldtölva (Nexus 7) fyrir tæknifyrirtæki sem undirbjóða helstu keppinauta sína. Með Chromebook Pixel hefur Google þannig tekið næsta skref í að keppa beint við dýrari vörur sem fyrirtæki á borð við Apple hafa boðið upp á hingað til.Hægt er að sjá stutt kynningarmyndband frá Google fyrir Chromebook Pixel hér fyrir ofan.
Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent