Viðskipti innlent

Rándýrum Gruyère-osti fargað

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Einar Sigurðsson, forstjóri MS, segir að mistök hafi átt sér stað við pöntun á Gruyer-osti. Honum hafi því verið fargað.
Einar Sigurðsson, forstjóri MS, segir að mistök hafi átt sér stað við pöntun á Gruyer-osti. Honum hafi því verið fargað.
Nokkrum tugum kílóa af svissneskum Gruyère-osti var nýlega fargað. MS ætlaði að flytja ostinn inn og selja í verslunum hér en osturinn er ógerilsneyddur.

Samkvæmt reglugerð um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins segir að heimilt sé að flytja eitt kíló af ógerilsneyddum osti til einkanota en ráðherra geti heimilað meira magn í sama tilgangi.

Einar Sigurðsson, forstjóri MS, segir mistök hafa átt sér stað við pöntun á ostinum og sá sem pantaður var til landsins hafi ekki uppfyllt skilyrði reglugerðarog verið of ungur.

Leyfilegt sé að flytja Gruyère inn sé hann orðinn sex mánaða gamall en sá sem hafi verið pantaður hingað til lands hafi verið þriggja mánaða. Það hafi því verið eðlilegt að eyða honum. Þetta hafi verið lítið magn eða 30 til 50 kíló.

Gruyère er með dýrari osti sem fæst hér á landi. Eftir því sem næst verður komist kostar kílóið rúmar 9.000 krónur út úr búð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×