Viðskipti innlent

Sparisjóðaskýrslan frestast enn

Stígur Helgason skrifar
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis
Rannsóknarnefnd Alþingis um sparisjóðina mun ekki skila skýrslu sinni fyrr en um mánaðamótin nóvember-desember. Þetta kom fram á fundi formanns nefndarinnar, Hrannars Más S. Hafberg, með forsætisnefnd þingsins í síðustu viku.

„Það er ljóst að verkefnið hefur verið töluvert viðurhlutameira en gert var ráð fyrir í upphafi,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, í samtali við Fréttablaðið.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skýrsluskilin eru tímasett. Það hefur raunar verið gert ítrekað og að sama skapi hafa skilin frestast ítrekað. Nefndin var skipuð í lok ágúst 2011 og upphaflega var áætlað að verkið tæki níu mánuði. Í nóvemberlok verða hins vegar 27 mánuðir frá skipun hennar.

Einar segir að nú sé farið að hilla undir lok verksins og því hafi hann trú á því að tímasetningin sem hann fékk uppgefna á fundinum í síðustu viku muni geta staðist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×