Sportspjallið: Ólafur Stefánsson | Ég er enginn þjálfari í dag 3. október 2013 12:01 Vísir kynnir til leiks nýjan dagskrárlið - Sportspjallið. Þessi þáttur verður á dagskrá vikulega. Í þættinum verður farið um víðan völl í íþróttaheiminum. Fyrsti gestur þáttarins er einn besti handboltamaður allra tíma - Ólafur Stefánsson. Henry Birgir Gunnarsson ræðir ítarlega við Ólaf sem er nýtekinn við liði Vals. "Ég er enginn þjálfari í dag. Það liggur í augum uppi enda aldrei þjálfað. Auðvitað á ég að þekkja leikinn en allt þetta stjórnunarlega er ég að læra," segir Ólafur sem meðal annars en hann hafnaði danska landsliðinu. Ákvað frekar að þjálfa hjá Val. Ólafur lagði skóna á hilluna í sumar og þó svo hann sé enn í toppformi mun hann ekki stíga út á völlinn í vetur. "Ég mun ekki spila með Val. Ef ég ætla að þjálfa hóp og presentera mig sem þjálfara þá grefur undan öllu ef ég fer spila. Ég er hérna til þess að þjálfa menn. Ef ég fer í hlutverk þeirra þá er ég ekki að treysta þeim og um leið að segja að ég sé ekki nógu góður að þjálfa. Mér finnst það vera nokkuð augljóst." Við hlið Ólafs á hliðarlínunni er Ragnar Óskarsson, fyrrum landsliðskempa og atvinnumaður í Frakklandi til margra ára. "Raggi er frábær en ég skil ekki hvernig er hægt að vera einn þjálfari. Það er enginn þjálfari fyrr en hann hefur tapað og lent í krísu. Þá þarf maður að hafa einhvern til að tala við. Ég skil ekki þjálfara sem eru einir." Ólafur kvaddi landsliðið í sumar með stæl en hann hafði upprunalega ætlað að hætta með landsliðinu á ÓL í London. "Síðasti leikurinn á ÓL í London er það erfiðasta sem ég hef upplifað á ferlinum og ég er enn að jafna mig. Það var jarðarfararstemning inn í klefa eftir leik eins og eðlilegt er. Það var ekki versta momentið. Það var að labba út og fatta að sé allt búið. Þetta var mjög skrýtið moment." Ólafur talar einnig um atvinnumannaferilinn farsæla. Hann var ekki ánægður með sjálfan sig er hann spilaði undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen. "Ég gleymdi mér í tvö ár hjá Löwen, var ekki rétt stilltur. Eg gerði bara það sem þurfti og ekkert meira. Ég var kannski svolítið "cocky" eftir góð ár á Spáni. Gleymdi mér. Þetta var góður skóli líka. Gott að hafa upplifað það þó svo það hafi verið á kostnað liðsins. Það var hroki í mér." Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan. Olís-deild karla Skroll-m-box-tv forsíða kvöldfréttir stöð 2 Video kassi sport íþróttir Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Vísir kynnir til leiks nýjan dagskrárlið - Sportspjallið. Þessi þáttur verður á dagskrá vikulega. Í þættinum verður farið um víðan völl í íþróttaheiminum. Fyrsti gestur þáttarins er einn besti handboltamaður allra tíma - Ólafur Stefánsson. Henry Birgir Gunnarsson ræðir ítarlega við Ólaf sem er nýtekinn við liði Vals. "Ég er enginn þjálfari í dag. Það liggur í augum uppi enda aldrei þjálfað. Auðvitað á ég að þekkja leikinn en allt þetta stjórnunarlega er ég að læra," segir Ólafur sem meðal annars en hann hafnaði danska landsliðinu. Ákvað frekar að þjálfa hjá Val. Ólafur lagði skóna á hilluna í sumar og þó svo hann sé enn í toppformi mun hann ekki stíga út á völlinn í vetur. "Ég mun ekki spila með Val. Ef ég ætla að þjálfa hóp og presentera mig sem þjálfara þá grefur undan öllu ef ég fer spila. Ég er hérna til þess að þjálfa menn. Ef ég fer í hlutverk þeirra þá er ég ekki að treysta þeim og um leið að segja að ég sé ekki nógu góður að þjálfa. Mér finnst það vera nokkuð augljóst." Við hlið Ólafs á hliðarlínunni er Ragnar Óskarsson, fyrrum landsliðskempa og atvinnumaður í Frakklandi til margra ára. "Raggi er frábær en ég skil ekki hvernig er hægt að vera einn þjálfari. Það er enginn þjálfari fyrr en hann hefur tapað og lent í krísu. Þá þarf maður að hafa einhvern til að tala við. Ég skil ekki þjálfara sem eru einir." Ólafur kvaddi landsliðið í sumar með stæl en hann hafði upprunalega ætlað að hætta með landsliðinu á ÓL í London. "Síðasti leikurinn á ÓL í London er það erfiðasta sem ég hef upplifað á ferlinum og ég er enn að jafna mig. Það var jarðarfararstemning inn í klefa eftir leik eins og eðlilegt er. Það var ekki versta momentið. Það var að labba út og fatta að sé allt búið. Þetta var mjög skrýtið moment." Ólafur talar einnig um atvinnumannaferilinn farsæla. Hann var ekki ánægður með sjálfan sig er hann spilaði undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen. "Ég gleymdi mér í tvö ár hjá Löwen, var ekki rétt stilltur. Eg gerði bara það sem þurfti og ekkert meira. Ég var kannski svolítið "cocky" eftir góð ár á Spáni. Gleymdi mér. Þetta var góður skóli líka. Gott að hafa upplifað það þó svo það hafi verið á kostnað liðsins. Það var hroki í mér." Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla Skroll-m-box-tv forsíða kvöldfréttir stöð 2 Video kassi sport íþróttir Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita