Viðskipti innlent

Mesti hagnaður í sögu Icelandair, borgar 1,5 milljarð í arð

Icelandair skilaði mesta hagnaði í sögu félagsins á síðasta ári. Hagnaðurinn nam 57,4 milljónum dollara eða um 7,4 milljörðum króna fyrir skatta.

Þetta er nærri tvöföldun á hagnaðinum frá fyrra ári þegar hann nam tæpum 29 milljónum dollara.

Í tilkynningu um uppgjörið kemur fram að í ljósi þessa hagnaðar hafi stjórn félagsins lagt til að hluthöfum þess verði greiddur arður upp á 1,5 milljarða króna á þessu ári.

Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair segir í tilkynningu um uppgjörið að efnahagsreikningur fyrirtækisins sé sterkur og lausfjárstaðan góð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×