Er tjón tækifæri? Jón Ólafsson skrifar 26. nóvember 2013 06:00 Þegar flóðbylgja sópaði burtu híbýlum milljóna manna í Suður-Asíu bentu nokkrir spekingar á að hamfarir gætu haft góð áhrif: Þær gætu orðið til að átök á svæðinu vikju fyrir uppbyggingu. Sumir héldu því fram eftir íslenska bankahrunið að í því fælist líka stórkostlegt tækifæri til að endurnýja stjórnmál og stjórnsýslu, jafnvel sjálfa stjórnmálaumræðuna í landinu. Kannski hefur forsætisráherranum verið hugsað til slíkra hamfara þegar hann upplýsti fundarmenn á ráðstefnu um orkumál á norðurslóðum í haust um tækifærin sem loftslagsbreytingar skapa í norðri: Vissulega eru fyrirséðar afleiðingar hlýnunar á heimsvísu hrikalegar, en tækifæri okkar til að ná auðlindum úr jörðu mega ekki spillast fyrir það. Margt hefur orðið okkur Íslendingum tækifæri gegnum tíðina: Tvær heimsstyrjaldir, kalda stríðið. Hvers vegna ekki loftslagsbreytingar á sama hátt? Á endanum erum við jú bara smáþjóð. Í ræðu sinni á ráðstefnunni benti forsætisráðherra á að þetta kynni ef til vill að hljóma eins og þversögn: Fyrst eru allir sammála um að sjálfbærni eigi að vera leiðarstefið á norðurslóðum. En svo eiga allir að vera sammála um að pumpa upp allri olíu, gasi og málmum sem þar er að finna. Hvernig er hægt að vera bæði sjálfbær og gjörnýta óendurnýjanlegar auðlindir? Jú, svarið er líklega það sama og við spurningunni hvernig hægt sé að vera giftur mörgum konum: Fyrst einni, svo þeirri næstu. Þannig er hægt að vera margkvæntur án þess að vera fjölkvænismaður. Þetta snýst jú á endanum um tímasetningar. Raðkvæni er ekki fjölkvæni. Það kann að vera að tjón sé stundum tækifæri, jafnvel að missa allt. En þetta segir maður þó aðeins eftir að skaðinn er skeður. Forsætisráðherra sjálfstæðs ríkis sem hvetur til þess að stuðla fyrst að sem mestu tjóni, telur tjónið geta verið tækifæri og bendir á að hægt sé að taka upp sjálfbærni þegar engir aðrir kostir verða eftir er annaðhvort óábyrgur eða hann metur það svo að orð hans skipti engu máli og að afstaða hans hafi hvorki áhrif á skoðanir annarra né á gang mála. Ætli maður verði ekki bara að vona að það síðara eigi við um okkar mann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar flóðbylgja sópaði burtu híbýlum milljóna manna í Suður-Asíu bentu nokkrir spekingar á að hamfarir gætu haft góð áhrif: Þær gætu orðið til að átök á svæðinu vikju fyrir uppbyggingu. Sumir héldu því fram eftir íslenska bankahrunið að í því fælist líka stórkostlegt tækifæri til að endurnýja stjórnmál og stjórnsýslu, jafnvel sjálfa stjórnmálaumræðuna í landinu. Kannski hefur forsætisráherranum verið hugsað til slíkra hamfara þegar hann upplýsti fundarmenn á ráðstefnu um orkumál á norðurslóðum í haust um tækifærin sem loftslagsbreytingar skapa í norðri: Vissulega eru fyrirséðar afleiðingar hlýnunar á heimsvísu hrikalegar, en tækifæri okkar til að ná auðlindum úr jörðu mega ekki spillast fyrir það. Margt hefur orðið okkur Íslendingum tækifæri gegnum tíðina: Tvær heimsstyrjaldir, kalda stríðið. Hvers vegna ekki loftslagsbreytingar á sama hátt? Á endanum erum við jú bara smáþjóð. Í ræðu sinni á ráðstefnunni benti forsætisráðherra á að þetta kynni ef til vill að hljóma eins og þversögn: Fyrst eru allir sammála um að sjálfbærni eigi að vera leiðarstefið á norðurslóðum. En svo eiga allir að vera sammála um að pumpa upp allri olíu, gasi og málmum sem þar er að finna. Hvernig er hægt að vera bæði sjálfbær og gjörnýta óendurnýjanlegar auðlindir? Jú, svarið er líklega það sama og við spurningunni hvernig hægt sé að vera giftur mörgum konum: Fyrst einni, svo þeirri næstu. Þannig er hægt að vera margkvæntur án þess að vera fjölkvænismaður. Þetta snýst jú á endanum um tímasetningar. Raðkvæni er ekki fjölkvæni. Það kann að vera að tjón sé stundum tækifæri, jafnvel að missa allt. En þetta segir maður þó aðeins eftir að skaðinn er skeður. Forsætisráðherra sjálfstæðs ríkis sem hvetur til þess að stuðla fyrst að sem mestu tjóni, telur tjónið geta verið tækifæri og bendir á að hægt sé að taka upp sjálfbærni þegar engir aðrir kostir verða eftir er annaðhvort óábyrgur eða hann metur það svo að orð hans skipti engu máli og að afstaða hans hafi hvorki áhrif á skoðanir annarra né á gang mála. Ætli maður verði ekki bara að vona að það síðara eigi við um okkar mann?
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun