Viðskipti innlent

VR ætlar að uppræta launamun kynjanna

VR hefur þróað nýtt vopn til að uppræta launamun kynjanna og til að jafna stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði. Með Jafnlaunavottun VR, sem ætluð er fyrirtækjum og stofnunum, gefst launagreiðendum nú tækifæri til að sýna svart á hvítu að launastefna þeirra og mannauðsstjórnun mismuni ekki körlum og konum.

Unnið hefur verið að þróun Jafnlaunavottunarinnar í tæp tvö ár. og var hún kynnt á fundi með blaða- og fréttamönnum í dag. Á næstunni mun VR birta auglýsingar í fjölmiðlum um þetta nýja vopn í jafnréttisbaráttunni en hér fyrir ofan má sjá nýjustu auglýsingu VR.

"Stéttarfélögin hafa barist fyrir jöfnum launum karla og kvenna áratugum saman og þrátt fyrir marktækan árangur er ennþá mikill munur á launum kynjanna. Samkvæmt niðurstöðum launakönnunar 2012 hafa konur í VR að meðaltali 14,9% lægri laun en karlar og þegar tekið hefur verið tillit til allra áhrifaþátta á launin er óútskýrður launamunur 9,4%. Þetta er óásætanlegt að okkar mati og hvorki félagsmenn VR né aðrir á vinnumarkaði geta beðið lengur eftir því að allir sitji við sama borð. Þessa baráttu verður að heyja bæði á vettvangi stéttarfélaganna og innan veggja fyrirtækjanna. Þess vegna hleytpir félagnið nú af stokkunum Jafnlaunavottun VR," segir Stefán Einar Stefánsson, formaður VR.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×