Viðskipti innlent

Spá óbreyttum stýrivöxtum

Greining Íslandsbanka því að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum sínum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi, sem verður á morgun.

Meginforsenda spárinnar er að verðbólgan hafi þróast í takt við spá Seðlabankans og að við endurskoðun kjarasamninga í upphafi árs hafi launahækkanir ekki farið framúr hinum samningsbundnu 3,25%.

Þessu til viðbótar hefur heldur hægt á hagvextinum og bendir margt til þess að hann hafi verið hægari á síðast ári en fyrri áætlun bankans gerir ráð fyrir. Einnig er krónan nú nánast óbreytt frá síðustu vaxtaákvörðun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×