Mannréttindi, spilling og fjölbreytni Árni Múli Jónasson skrifar 23. maí 2013 06:00 Ansi víða þar sem ég hef verið og komið á undanförnum árum og mánuðum á Íslandi hefur mér fundist beinlínis óþægilegt að finna hvað fólk er oft hikandi við að segja skoðanir sínar. Ekki vegna þess að það hafi ekki skoðanir heldur vegna þess að það óttast að þær falli ekki í kramið hjá þeim sem mestu ráða í atvinnulífinu eða sveitarstjórnum þar sem það býr. Fólk er hrætt um að ef það hefur „óæskilegar“ skoðanir fái það síður vinnu eða viðskipti við ráðandi fyrirtæki eða sveitarfélagið. Þetta hefur rifjað upp fyrir mér að þegar ég skrifaði um spillingu í mastersritgerð í lögfræði fyrir nokkrum árum síðan komst ég að því að þeir sem mest hafa stúderað orsakir og afleiðingar spillingar vara mjög við því að hún grafi undan skoðana- og tjáningarfrelsinu og leggja áherslu á að áhrifaríkasta aðferðin til að vinna gegn spillingu sé að tryggja þau mannréttindi vel. Spilling er oft skilgreind sem misbeiting valds í þágu einkahagsmuna. Það geta að sjálfsögðu verið beinir hagsmunir þess sem valdið hefur en einnig hagsmunir einhverra sem honum tengjast, s.s. ættingja eða vina, pólitískra samherja, félags eða flokks. Ef fólk getur ekki sagt skoðanir sínar vegna ótta við að missa vinnuna eða viðskipti er mikil hætta á að valdhafar í atvinnulífi og stjórnmálum fái ekki það aðhald sem nauðsynlegt er til að vinna gegn spillingu. Heilbrigð samkeppni þrífst einnig augljóslega afar illa í svona umhverfi og þá eru óþvinguð skoðanaskipti forsenda þess að lýðræðið virki eins og til er ætlast. Þar sem atvinnulíf er mjög einhæft og flestir eiga atvinnu sína eða viðskipti undir einu eða fáum ráðandi fyrirtækjum er mikil hætta á að svona andrúmsloft og hugarfar myndist. Sú hætta eykst enn þegar sömu aðilar hafa einnig áhrif eða vald í sveitarstjórnum. Tengingar eða óvild Sú spilling sem fólk óttast hér birtist yfirleitt þannig að ráðningar og stöðuhækkanir eru ekki ákveðnar á grundvelli hæfni fólks og dugnaðar heldur ráða tengingar við vini, ættingja eða pólitíska samherja þar mestu eða óvild gagnvart þeim sem hafa ekki „réttar“ skoðanir eða sambönd. Erfitt reynist að reka fyrirtæki nema stjórnendur ráðandi fyrirtækja eða pólitíkusar séu „sáttir“ við eigendurna. Stundum fá pólitíkusar sjálfir eða ættingjar þeirra launuð verkefni, störf eða jafnvel stjórnunarstöður í stofnunum sveitarfélaga eða tengdra fyrirtækja, án þess að þurfa í raun að keppa um þær á jafnræðisgrundvelli. Sumir starfsmenn sveitarfélaga njóta verndar vina eða samflokksmanna sem hafa áhrif í sveitarstjórnum og koma í veg fyrir að við þeim verði hróflað þó að þeir standi sig ekki í starfi. Sums staðar hefur komist á samtryggingarkerfi pólitíkusa sem tryggir þeim bitlinga, svo sem vel launaða stjórnarsetu í fyrirtækjum og félögum sem sveitarfélög eiga aðild að í stað þess að hæfasta fólkið sé látið gæta þar hagsmuna sveitarfélagsins. Ég tel að hér sé um samfélagsmein að ræða sem verði að viðurkenna og takast á við ef við viljum búa í samfélagi sem gefur fólki og fyrirtækjum jöfn tækifæri í raun. Það er tómt mál að tala um jöfn tækifæri þegar of mikið vald safnast á fárra hendur og þeir verða nánast einráðir á sínu svæði um það hverjir fá vinnu eða framgang í starfi og hvort fyrirtæki lifa eða deyja. Fjölbreytni í atvinnulífi er ekki bara nauðsynleg til að efnahagurinn dafni og verði ekki of berskjaldaður fyrir sveiflum og áföllum. Þannig fjölbreytni er líka bráðnauðsynleg til að samþjöppun valds leiði síður til að mikilsverð mannréttindi skerðist. Fjölbreytt atvinnutækifæri stuðla nefnilega mjög að því að fólk geti þvingunarlaust haft skoðanir og tjáð sig um þær án þess að þurfa að óttast um möguleika sína til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum þar sem það býr og vill búa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Ansi víða þar sem ég hef verið og komið á undanförnum árum og mánuðum á Íslandi hefur mér fundist beinlínis óþægilegt að finna hvað fólk er oft hikandi við að segja skoðanir sínar. Ekki vegna þess að það hafi ekki skoðanir heldur vegna þess að það óttast að þær falli ekki í kramið hjá þeim sem mestu ráða í atvinnulífinu eða sveitarstjórnum þar sem það býr. Fólk er hrætt um að ef það hefur „óæskilegar“ skoðanir fái það síður vinnu eða viðskipti við ráðandi fyrirtæki eða sveitarfélagið. Þetta hefur rifjað upp fyrir mér að þegar ég skrifaði um spillingu í mastersritgerð í lögfræði fyrir nokkrum árum síðan komst ég að því að þeir sem mest hafa stúderað orsakir og afleiðingar spillingar vara mjög við því að hún grafi undan skoðana- og tjáningarfrelsinu og leggja áherslu á að áhrifaríkasta aðferðin til að vinna gegn spillingu sé að tryggja þau mannréttindi vel. Spilling er oft skilgreind sem misbeiting valds í þágu einkahagsmuna. Það geta að sjálfsögðu verið beinir hagsmunir þess sem valdið hefur en einnig hagsmunir einhverra sem honum tengjast, s.s. ættingja eða vina, pólitískra samherja, félags eða flokks. Ef fólk getur ekki sagt skoðanir sínar vegna ótta við að missa vinnuna eða viðskipti er mikil hætta á að valdhafar í atvinnulífi og stjórnmálum fái ekki það aðhald sem nauðsynlegt er til að vinna gegn spillingu. Heilbrigð samkeppni þrífst einnig augljóslega afar illa í svona umhverfi og þá eru óþvinguð skoðanaskipti forsenda þess að lýðræðið virki eins og til er ætlast. Þar sem atvinnulíf er mjög einhæft og flestir eiga atvinnu sína eða viðskipti undir einu eða fáum ráðandi fyrirtækjum er mikil hætta á að svona andrúmsloft og hugarfar myndist. Sú hætta eykst enn þegar sömu aðilar hafa einnig áhrif eða vald í sveitarstjórnum. Tengingar eða óvild Sú spilling sem fólk óttast hér birtist yfirleitt þannig að ráðningar og stöðuhækkanir eru ekki ákveðnar á grundvelli hæfni fólks og dugnaðar heldur ráða tengingar við vini, ættingja eða pólitíska samherja þar mestu eða óvild gagnvart þeim sem hafa ekki „réttar“ skoðanir eða sambönd. Erfitt reynist að reka fyrirtæki nema stjórnendur ráðandi fyrirtækja eða pólitíkusar séu „sáttir“ við eigendurna. Stundum fá pólitíkusar sjálfir eða ættingjar þeirra launuð verkefni, störf eða jafnvel stjórnunarstöður í stofnunum sveitarfélaga eða tengdra fyrirtækja, án þess að þurfa í raun að keppa um þær á jafnræðisgrundvelli. Sumir starfsmenn sveitarfélaga njóta verndar vina eða samflokksmanna sem hafa áhrif í sveitarstjórnum og koma í veg fyrir að við þeim verði hróflað þó að þeir standi sig ekki í starfi. Sums staðar hefur komist á samtryggingarkerfi pólitíkusa sem tryggir þeim bitlinga, svo sem vel launaða stjórnarsetu í fyrirtækjum og félögum sem sveitarfélög eiga aðild að í stað þess að hæfasta fólkið sé látið gæta þar hagsmuna sveitarfélagsins. Ég tel að hér sé um samfélagsmein að ræða sem verði að viðurkenna og takast á við ef við viljum búa í samfélagi sem gefur fólki og fyrirtækjum jöfn tækifæri í raun. Það er tómt mál að tala um jöfn tækifæri þegar of mikið vald safnast á fárra hendur og þeir verða nánast einráðir á sínu svæði um það hverjir fá vinnu eða framgang í starfi og hvort fyrirtæki lifa eða deyja. Fjölbreytni í atvinnulífi er ekki bara nauðsynleg til að efnahagurinn dafni og verði ekki of berskjaldaður fyrir sveiflum og áföllum. Þannig fjölbreytni er líka bráðnauðsynleg til að samþjöppun valds leiði síður til að mikilsverð mannréttindi skerðist. Fjölbreytt atvinnutækifæri stuðla nefnilega mjög að því að fólk geti þvingunarlaust haft skoðanir og tjáð sig um þær án þess að þurfa að óttast um möguleika sína til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum þar sem það býr og vill búa.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun