Stærsta einstaka farminum skipað út frá Þörungaverksmiðjunni Jón Júlíus Karlsson skrifar 25. október 2013 13:34 Frá Reykhólahöfn í lok september. Útskipun á 1600 tonnum á þaramjöli í flutningaskipið Hauk. Á dögunum lagði flutningaskipið Haukur að bryggju á Reykhólum til að lesta 1.600 tonn af lausu þaramjöli sem dælt var úr sílóum Þörungaverksmiðjunnar á staðnum og flutt til Noregs. Um ákveðin tímamót var að ræða í tvennum skilningi. Annars vegar var um að ræða stærsta einstaka farm sem skipað hefur verið út á vegum Þörungaverksmiðjunnar og hins vegar komu undirverktakar í fyrsta sinn að útskipun fyrir fyrirtækið.Um verkið sáu starfsmenn frá Skipaafgreiðslu Vestfjarða, sem er nýstofnað dótturfélag skipaafgreiðslunnar Kletts í Hafnarfirði, og voru starfsmenn Þörungaverksmiðjunnar þeim til aðstoðar, þar sem þetta var í fyrsta sinn sem utanaðkomandi aðilar sáu um meðhöndlun afurðanna.Stjórnendur Þörungaverksmiðjunnar og Kletts eiga nú í viðræðum um að starfsmenn Skipaafgreiðslu Vestfjarða taki að sér útskipun á afurðum Þörungaverksmiðjunnar frá höfninni á Reykhólum. Náist samningar sjá starfsmenn verksmiðjunnar fram á að geta einbeitt sér alfarið að framleiðslu fyrirtækisins með því að útvista hafnarstörfunum til undirverktaka. Síðar kæmi hugsanlega einnig til greina að fela undirverktökum löndun á hráefni Þörungaverksmiðjunnar, sem eru þari og þang úr Breiðafirði. Á vegum Þörungaverksmiðjunnar er einnig hafin vinna við að skoða möguleika þess að afla Gretti, flutningaskipi fyrirtækisins, frekari verkefna við Breiðafjörð og Vestfirði. Klettur í Hafnarfirði hefur í mörg undanfarin ár sinnt hafnarstörfum við útskipanir og landanir fyrir viðskiptavini sína á Vestfjörðum, einkum Íslenska kalkþörungafélagið á Bíldudal auk Saltkaupa en félagið á ennfremur í viðræðum við önnur fyrirtæki á Vestfjörðum. Með stofnun Skipaafgreiðslu Vestfjarða hyggst fyrirtækið festa sig betur í sessi sem þjónustuaðili á suðurfjörðum Vestfjarða og mun fyrirtækið á næstunni opna starfsstöð á svæðinu. Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira
Á dögunum lagði flutningaskipið Haukur að bryggju á Reykhólum til að lesta 1.600 tonn af lausu þaramjöli sem dælt var úr sílóum Þörungaverksmiðjunnar á staðnum og flutt til Noregs. Um ákveðin tímamót var að ræða í tvennum skilningi. Annars vegar var um að ræða stærsta einstaka farm sem skipað hefur verið út á vegum Þörungaverksmiðjunnar og hins vegar komu undirverktakar í fyrsta sinn að útskipun fyrir fyrirtækið.Um verkið sáu starfsmenn frá Skipaafgreiðslu Vestfjarða, sem er nýstofnað dótturfélag skipaafgreiðslunnar Kletts í Hafnarfirði, og voru starfsmenn Þörungaverksmiðjunnar þeim til aðstoðar, þar sem þetta var í fyrsta sinn sem utanaðkomandi aðilar sáu um meðhöndlun afurðanna.Stjórnendur Þörungaverksmiðjunnar og Kletts eiga nú í viðræðum um að starfsmenn Skipaafgreiðslu Vestfjarða taki að sér útskipun á afurðum Þörungaverksmiðjunnar frá höfninni á Reykhólum. Náist samningar sjá starfsmenn verksmiðjunnar fram á að geta einbeitt sér alfarið að framleiðslu fyrirtækisins með því að útvista hafnarstörfunum til undirverktaka. Síðar kæmi hugsanlega einnig til greina að fela undirverktökum löndun á hráefni Þörungaverksmiðjunnar, sem eru þari og þang úr Breiðafirði. Á vegum Þörungaverksmiðjunnar er einnig hafin vinna við að skoða möguleika þess að afla Gretti, flutningaskipi fyrirtækisins, frekari verkefna við Breiðafjörð og Vestfirði. Klettur í Hafnarfirði hefur í mörg undanfarin ár sinnt hafnarstörfum við útskipanir og landanir fyrir viðskiptavini sína á Vestfjörðum, einkum Íslenska kalkþörungafélagið á Bíldudal auk Saltkaupa en félagið á ennfremur í viðræðum við önnur fyrirtæki á Vestfjörðum. Með stofnun Skipaafgreiðslu Vestfjarða hyggst fyrirtækið festa sig betur í sessi sem þjónustuaðili á suðurfjörðum Vestfjarða og mun fyrirtækið á næstunni opna starfsstöð á svæðinu.
Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira