Regína Bjarnadóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Regína hefur undanfarin sex ár starfað sem hagfræðingur á hagfræðisviði Seðlabankans einkum við greiningu á greiðslujöfnuði og erlendri skuldastöðu þjóðarbúsins. Hún mun hefja störf hjá Arion banka í nóvember.
Regína lauk BS-prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og meistaragráðu í þróunarhagfræði frá University of London árið 2000.
Árin 2005-2007 starfaði Regína sem verkefnastjóri hjá Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) í Georgetown í Guyana. Frá 2001-2005 starfaði Regína hjá CRU Analysis og CRU Strategies í Lundúnum á Englandi sem hagfræðiráðgjafi á álsviði og síðar sem hagfræðisérfræðingur í orkumálum.
Regína ráðin forstöðumaður greiningardeildar Arion banka
