Hræringar vestra valda nokkrum ugg Óli Kristján Ármannsson skrifar 8. október 2013 15:37 Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri kynntu í morgun ritið Fjármálastöðugleiki 2013/2. Fréttablaðið/Arnþór „Í meginatriðum er staðan ekki mikið breytt frá því í lok apríl,“ sagði Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri á fundi í Seðlabankanum í morgun þar sem kynnt var ritið Fjármálastöðugleiki 2013. Ritið kemur út tvisvar á ári og er þetta seinni útgáfa ársins. Arnór sagði fjármálakerfið um þessar mundir búa yfir umtalsverðum viðnámsþrótti, sem hafi farið vaxandi og auðveldi fjármálafyrirtækjum að mæta áhættu sem steðja muni að fjármálakerfinu á næstu árum. „Helstu styrkleikar kerfisins felast í háum eiginfjárhlutföllum kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja og þau hafa hækkað það sem af er ári. Dregið hefur úr vanskilum í bankakerfinu og endurskipulagningu útlána miðar áfram,“ segir Arnór og bendir um leið á að lausafjárstaða bankanna sé vel yfir þeim mörkum sem sett hafa verið af Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu.Nýtt rit Seðlabanka Íslands.„Þá hefur efnahagsbati innanlands haldið áfram og hagvöxtur er einnig tekinn að glæðast í helstu viðskiptalöndum, þar á meðal Evrópu, sem vegur þyngst í viðskiptum Íslands.“ Því megi segja að áhætta í umhverfi fjármálafyrirtækja fari almennt minnkandi. „Þótt hræringar í Bandaríkjunum nýlega valdi nokkrum ugg,“ bætir hann við. Um leið segir Arnór í inngangi sínum að riti Seðlabankans að þótt staða fjármálafyrirtækjanna sé almennt sterk, sé mikilvægt að missa ekki sjónar á áhættu sem enn sé til staðar. „Fjármagnshöftin búa fjármálafyrirtækjum á vissan hátt verndað starfsumhverfi, þótt þau eyði ekki endurfjármögnunaráhættu erlendra lána.“ Þá ýti höftin til lengri tíma undir ákveðnar tegundir áhættu, til dæmis með því að brengla eignaverð. „Þegar höftin verða losuð mun þessi áhætta koma fram í dagsljósið, með mögulegum áhrifum á efnahagsreikning bankanna.“ Eins verði ekki fram hjá því horft að vanskil séu enn mikil, þótt verulega hafi dregið úr þeim. „Í ljósi þungrar skuldastöðu stórs hóps fyrirtækja og heimila gætu vanskil aukist á ný verði efnahagslífið fyrir áföllum. Í auknum mæli hefur verið tekið á vanda skuldsettra fyrirtækja með lánalengingum, sem óvíst er að dugi til.“ Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
„Í meginatriðum er staðan ekki mikið breytt frá því í lok apríl,“ sagði Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri á fundi í Seðlabankanum í morgun þar sem kynnt var ritið Fjármálastöðugleiki 2013. Ritið kemur út tvisvar á ári og er þetta seinni útgáfa ársins. Arnór sagði fjármálakerfið um þessar mundir búa yfir umtalsverðum viðnámsþrótti, sem hafi farið vaxandi og auðveldi fjármálafyrirtækjum að mæta áhættu sem steðja muni að fjármálakerfinu á næstu árum. „Helstu styrkleikar kerfisins felast í háum eiginfjárhlutföllum kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja og þau hafa hækkað það sem af er ári. Dregið hefur úr vanskilum í bankakerfinu og endurskipulagningu útlána miðar áfram,“ segir Arnór og bendir um leið á að lausafjárstaða bankanna sé vel yfir þeim mörkum sem sett hafa verið af Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu.Nýtt rit Seðlabanka Íslands.„Þá hefur efnahagsbati innanlands haldið áfram og hagvöxtur er einnig tekinn að glæðast í helstu viðskiptalöndum, þar á meðal Evrópu, sem vegur þyngst í viðskiptum Íslands.“ Því megi segja að áhætta í umhverfi fjármálafyrirtækja fari almennt minnkandi. „Þótt hræringar í Bandaríkjunum nýlega valdi nokkrum ugg,“ bætir hann við. Um leið segir Arnór í inngangi sínum að riti Seðlabankans að þótt staða fjármálafyrirtækjanna sé almennt sterk, sé mikilvægt að missa ekki sjónar á áhættu sem enn sé til staðar. „Fjármagnshöftin búa fjármálafyrirtækjum á vissan hátt verndað starfsumhverfi, þótt þau eyði ekki endurfjármögnunaráhættu erlendra lána.“ Þá ýti höftin til lengri tíma undir ákveðnar tegundir áhættu, til dæmis með því að brengla eignaverð. „Þegar höftin verða losuð mun þessi áhætta koma fram í dagsljósið, með mögulegum áhrifum á efnahagsreikning bankanna.“ Eins verði ekki fram hjá því horft að vanskil séu enn mikil, þótt verulega hafi dregið úr þeim. „Í ljósi þungrar skuldastöðu stórs hóps fyrirtækja og heimila gætu vanskil aukist á ný verði efnahagslífið fyrir áföllum. Í auknum mæli hefur verið tekið á vanda skuldsettra fyrirtækja með lánalengingum, sem óvíst er að dugi til.“
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira