Viðskipti innlent

Sektin verulega íþyngjandi

Boði Logason skrifar
Valitor segir að 500 milljóna króna sekt Samkeppniseftirlitsins á fyrirtækið sé án fordæma og sé verulega íþyngjandi fyrir það.

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti í gær úrskurð Samkeppniseftirlitsins frá því í apríl síðastliðnum, vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum árin 2007 og 2008.

Í tilkynningu frá Valitor segir að fyrirtækið sé ósátt við þennan úrskurð, og telur að allt of langt hafi verið gengið í túlkun samkeppnislaga fyrirtækinu í óhag, og að gagnrök Valitor hafi í veigamiklum atriðum verið virt að vettugi.

Valitor ætli að fara ítarlega yfir málið og taka ákvörðun um næstu skref í framhaldi af því. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×