Viðskipti innlent

Óttast að Landsbankinn geti orðið gjaldþrota

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Haft er eftir heimildarmanni að málið sé á viðkvæmu stigi.
Haft er eftir heimildarmanni að málið sé á viðkvæmu stigi. mynd/pjetur
Landsbankinn yrði gjaldþrota ef hann yrði þvingaður til að hefja afborganir tæplega 300 milljarða króna lána í erlendri mynt á næsta ári. Þetta hefur breska dagblaðið Guardian eftir fulltrúum bankans sem lýstu áhyggjum sínum á fundi með kröfuhöfum.

Fundurinn fór fram í Lundúnum í dag en hann sátu fulltrúar Landsbankans og slitastjórn gamla bankans, fulltrúar Seðlabanka Íslands og fulltrúar forgangskröfuhafa.

Í frétt Guardian segir að afborganirnar séu svo íþyngjandi að þær geti skaðað efnahag landsins og því þurfi annað hvort að fresta þeim eða endurfjármagna lánin.

Haft er eftir heimildarmanni að málið sé á viðkvæmu stigi og ekki sé búist við því að vel verði tekið í óskir bankans um breytingar á afborgunaráætluninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×