Svartur markaður blússar á Facebook Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 27. september 2013 19:30 Skattrannsóknarstjóra hafa borist töluvert af ábendingum vegna netverslana sem starfræktar eru í gegnum Facebook. Grunur leikur á að slíkar verslanir séu í einhverjum tilfellum reknar svart, en sömu reglur gilda um netverslanir og önnur viðskipti. Ef orðinu netverslun er slegið upp í leitarglugga á Facebook kemur í ljós að slíkar íslenskar netverslanir skipta tugum. Þar er hægt að kaupa allt á milli himins og jarðar, en mest árberandi eru síður sem selja fatnað, skó skart og aukahluti fyrir síma og snjalltölvur. Það er greinilegt að fjöldi fólks hefur atvinnu og tekjur af því að reka slíkar síður. Jón Guðmundsson, skrifstofustjóri hjá Ríkisskattstjóra, segir sömu lög gilda um netverslanir á Facebook og aðrar verslanir. Tilkynna þurfi starfsemina, halda bókhald og borga af henni virðisaukaskatt.Frétt sem birtist á Vísi.is í dag um íslenska sölusíðu á Facebook hefur vakið mikla athygli. Í kommentakerfi fréttarinnar mynduðust heitar umræður þar sem því er meðal ananrs varpað fram að sölusíður á Facebook séu í mörgum tilfellum svört atvinnustarfssemi. Jón segir að viðurlög við slíkum skattsvikum geti verið háar fjárupphæðir og í verstu tilfellunum fangelsi. Fréttastofan spjallaði í dag við nokkra einstaklinga sem lent hafa í ýmsu misjöfnu eftir að hafa verslað í gegnum Facebook. Vörurnar komust í sumum tilfellum aldrei til skila, fólk átti erfiðleikum með að skila og fá endurgreitt, og í verstu tilfellunum hreinlega hurfu síðurnar af Facebook eða skiptu um nafn. Það er því öruggast að ganga í skugga um að kvittun fylgi öllum slíkum kaupum því annars getur verið um vafasaman verslunarrekstur að ræða. Fréttastofa ræddi einnig við Gunnar Thorberg Kristjánsson, forstöðumann rannsóknarsviðs hjá Skattrannsóknarstjóra, og sagði hann að starfsfólk þar væri meðvitað um þetta vandamál og fjöldi ábendinga bærust vegna netverslana á Facebook. Engin sérstök rannsókn er þó í gangi eins og er. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Skattrannsóknarstjóra hafa borist töluvert af ábendingum vegna netverslana sem starfræktar eru í gegnum Facebook. Grunur leikur á að slíkar verslanir séu í einhverjum tilfellum reknar svart, en sömu reglur gilda um netverslanir og önnur viðskipti. Ef orðinu netverslun er slegið upp í leitarglugga á Facebook kemur í ljós að slíkar íslenskar netverslanir skipta tugum. Þar er hægt að kaupa allt á milli himins og jarðar, en mest árberandi eru síður sem selja fatnað, skó skart og aukahluti fyrir síma og snjalltölvur. Það er greinilegt að fjöldi fólks hefur atvinnu og tekjur af því að reka slíkar síður. Jón Guðmundsson, skrifstofustjóri hjá Ríkisskattstjóra, segir sömu lög gilda um netverslanir á Facebook og aðrar verslanir. Tilkynna þurfi starfsemina, halda bókhald og borga af henni virðisaukaskatt.Frétt sem birtist á Vísi.is í dag um íslenska sölusíðu á Facebook hefur vakið mikla athygli. Í kommentakerfi fréttarinnar mynduðust heitar umræður þar sem því er meðal ananrs varpað fram að sölusíður á Facebook séu í mörgum tilfellum svört atvinnustarfssemi. Jón segir að viðurlög við slíkum skattsvikum geti verið háar fjárupphæðir og í verstu tilfellunum fangelsi. Fréttastofan spjallaði í dag við nokkra einstaklinga sem lent hafa í ýmsu misjöfnu eftir að hafa verslað í gegnum Facebook. Vörurnar komust í sumum tilfellum aldrei til skila, fólk átti erfiðleikum með að skila og fá endurgreitt, og í verstu tilfellunum hreinlega hurfu síðurnar af Facebook eða skiptu um nafn. Það er því öruggast að ganga í skugga um að kvittun fylgi öllum slíkum kaupum því annars getur verið um vafasaman verslunarrekstur að ræða. Fréttastofa ræddi einnig við Gunnar Thorberg Kristjánsson, forstöðumann rannsóknarsviðs hjá Skattrannsóknarstjóra, og sagði hann að starfsfólk þar væri meðvitað um þetta vandamál og fjöldi ábendinga bærust vegna netverslana á Facebook. Engin sérstök rannsókn er þó í gangi eins og er.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira