Viðskipti innlent

25 Land Rover-bifreiðar innkallaðar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Eigendur bifreiðanna hafa þegar fengið sent bréf vegna málsins.
Eigendur bifreiðanna hafa þegar fengið sent bréf vegna málsins. mynd/gva
BL ehf. hefur innkallað 25 Land Rover-bifreiðar af gerðinni Freelander og Evogue af árgerð 2012 - 2014.

Ástæða innköllunarinnar er sú að vart hefur orðið við leka á hráolíu frá Spíssa-bakflæði í um 4 prósent bifreiðanna en lekinn getur myndað reyk með hráolíulykt. Verði lekinn mikill og nái niður á púst getur hann valdið íkveikju.

Eigendur bifreiðanna hafa þegar fengið sent bréf vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×