Viðskipti innlent

Gjaldþrotum fækkar og fyrirtækjum fjölgar

Jón Júlíus Karlsson skrifar
10,8% aukning hefur orðið á fjölda nýskráðra fyrirtækja í ár.
10,8% aukning hefur orðið á fjölda nýskráðra fyrirtækja í ár. Mynd/Villi
10 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta í ágústmánuði. Fyrstu 8 mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 592, en það er rúmlega 11% fækkun frá sama tímabili í fyrra þegar 662 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta.

10,8% aukning hefur orðið á fjölda nýskráðra fyrirtækja hér á landi á fyrstu átta mánuðum ársins ef borinn er saman sami tími á síðasta ári. 1.308 fyrirtæki voru nýskráð á fyrstu átta mánuðum þessa árs en voru 1.180 á síðasta ári. Alls voru 139 fyrirtæki nýskráð í ágúst í ár en 122 í ágúst 2012.

Flest gjaldþrot það sem af er árinu voru í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum, samtals 119.

Mynd/Hagstofa
Mynd/Hagstofa





Fleiri fréttir

Sjá meira


×