Landsbanki kaupir allt hlutafé Hátækni Haraldur Guðmundsson skrifar 4. desember 2013 08:50 Dótturfélag Landsbankans hefur tekið við Nokia-umboðinu. Mynd/GVa. Hömlur, dótturfélag Landsbankans, keypti á mánudag allt hlutafé Hátækni ehf. Stjórn Hátækni segir í yfirlýsingu vegna sölunnar að rekstur fyrirtækisins hafi verið erfiður undanfarin ár. Þar skipti mestu rannsókn Samkeppniseftirlitsins á fyrirtækinu sem hófst fyrir þremur árum og samdráttur í sölu á Nokia-símum hér á landi. „Fyrirtækið samanstóð af nokkrum mismunandi deildum og við höfum undanfarið þurft að selja einingar úr rekstrinum,“ segir Kristján Gíslason, fráfarandi stjórnarformaður Hátækni. Landsbankinn, sem var stærsti kröfuhafi félagsins, mun að hans sögn taka við félaginu og þar meðtalið Nokia-umboðinu. Hátækni hefur verið umboðsaðili Nokia frá árinu 1985. „Hin mikla og hraða niðursveifla Nokia hafði neikvæð áhrif á fyrirtækið og eftir á að hyggja var of lengi haldið í vonina um að Nokia myndi takast að snúa óheillaþróuninni við. Fyrri eigendur fyrirtækisins eru búnir að setja 180 milljónir í félagið til að mæta taprekstri í von um að við værum að sjá fram á betri tíma með Nokia,“ segir Kristján. Hann segir að fyrirtækið hafi ekki getað brugðist við niðursveiflu í símasölu með því að auka vöruúrval, því erlendir birgjar vildu ekki gera nýja umboðssamninga við félagið á meðan það var til rannsóknar hjá íslenskum samkeppnisyfirvöldum. „Ég hef alltaf beðið eftir því að Nokia færi einnig að selja Android-síma í bland við Windows-símana. Fyrr í haust þegar Microsoft keypti Nokia þá gerðum við okkur hins vegar grein fyrir því að nýir eigendur myndu aldrei fara að framleiða síma með Android-stýrikerfinu. Þar með var forsendan brostin auk þess sem það var of dýrt fyrir okkur að bíða eftir því að Microsoft næði Nokia upp úr þeim öldudal sem það hefur verið í.“ Aðspurður segist Kristján ekki geta metið það hvort Nokia-umboðið geti á endanum farið til umboðsaðila Microsoft á Íslandi. „Þetta er eitt af því sem við höfum líka velt fyrir okkur og eykur á enn frekari óvissu með umboðið til framtíðar. Annað eins hefur nú gerst,“ segir Kristján og heldur áfram: „En það verður framtíðarrannsóknarefni fyrir háskólanema hvernig það mátti vera að fjórða dýrasta vörumerki heims gat hrunið á jafn skömmum tíma og raun ber vitni. En ég er alls ekki að afskrifa Nokia í höndum Microsoft, svo það komi fram,“ segir Kristján. Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Hömlur, dótturfélag Landsbankans, keypti á mánudag allt hlutafé Hátækni ehf. Stjórn Hátækni segir í yfirlýsingu vegna sölunnar að rekstur fyrirtækisins hafi verið erfiður undanfarin ár. Þar skipti mestu rannsókn Samkeppniseftirlitsins á fyrirtækinu sem hófst fyrir þremur árum og samdráttur í sölu á Nokia-símum hér á landi. „Fyrirtækið samanstóð af nokkrum mismunandi deildum og við höfum undanfarið þurft að selja einingar úr rekstrinum,“ segir Kristján Gíslason, fráfarandi stjórnarformaður Hátækni. Landsbankinn, sem var stærsti kröfuhafi félagsins, mun að hans sögn taka við félaginu og þar meðtalið Nokia-umboðinu. Hátækni hefur verið umboðsaðili Nokia frá árinu 1985. „Hin mikla og hraða niðursveifla Nokia hafði neikvæð áhrif á fyrirtækið og eftir á að hyggja var of lengi haldið í vonina um að Nokia myndi takast að snúa óheillaþróuninni við. Fyrri eigendur fyrirtækisins eru búnir að setja 180 milljónir í félagið til að mæta taprekstri í von um að við værum að sjá fram á betri tíma með Nokia,“ segir Kristján. Hann segir að fyrirtækið hafi ekki getað brugðist við niðursveiflu í símasölu með því að auka vöruúrval, því erlendir birgjar vildu ekki gera nýja umboðssamninga við félagið á meðan það var til rannsóknar hjá íslenskum samkeppnisyfirvöldum. „Ég hef alltaf beðið eftir því að Nokia færi einnig að selja Android-síma í bland við Windows-símana. Fyrr í haust þegar Microsoft keypti Nokia þá gerðum við okkur hins vegar grein fyrir því að nýir eigendur myndu aldrei fara að framleiða síma með Android-stýrikerfinu. Þar með var forsendan brostin auk þess sem það var of dýrt fyrir okkur að bíða eftir því að Microsoft næði Nokia upp úr þeim öldudal sem það hefur verið í.“ Aðspurður segist Kristján ekki geta metið það hvort Nokia-umboðið geti á endanum farið til umboðsaðila Microsoft á Íslandi. „Þetta er eitt af því sem við höfum líka velt fyrir okkur og eykur á enn frekari óvissu með umboðið til framtíðar. Annað eins hefur nú gerst,“ segir Kristján og heldur áfram: „En það verður framtíðarrannsóknarefni fyrir háskólanema hvernig það mátti vera að fjórða dýrasta vörumerki heims gat hrunið á jafn skömmum tíma og raun ber vitni. En ég er alls ekki að afskrifa Nokia í höndum Microsoft, svo það komi fram,“ segir Kristján.
Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent