Orðspor Íslands versnar Jakob Bjarnar skrifar 4. desember 2013 13:50 Steingrímur J. Sigfússon: Mat umheimsins á Íslandi fer versnandi. Skuldatryggingarálag Íslands hefur hækkað um 11 prósent frá því fyrir síðustu helgi. Þetta er samkvæmt IFS greiningu og greinir Viðskiptablaðið frá þessu. Er ástæðan rakin bent til tillagna ríkisstjórnarinnar um niðurfærslu á skuldum heimilanna. Segir IFS að skuldatryggingaálagið hafi ekki verið hærra það sem af er þessu ári. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra situr nú í efnahags- og viðskiptanefnd. Hann segir þetta uggvænleg tíðindi: „Jú, þetta er auðvitað slæmt þó það hafi ekki bein áhrif á okkur í augnablikinu; við erum jú ekki að taka lán eða þvíumlíkt. En, mér þykir líklegt að þetta séu líka vond tíðindi fyrir stöðu ríkisskuldabréfanna á eftirmarkaði; þær útgáfur sem farið var í 2011 og 2012, það má búast við óhagstæðri þróun með þær líka. Ekki hægt að segja að þetta komi á óvart því að erlend umfjöllun um Ísland hefur verið þessu marki brennd: Framganga nýrrar ríkisstjórnar í efnahagsmálum og stórfelld kosningaloforð varpi skugga og óvissu á framhaldið í okkar ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Það virðist vera að sýna sig að umheimurinn metur þetta svona.“ En, skuldatryggingaálag... hvað er það? Þetta felst í orðanna hljóðan. Þannig er að þeir sem lána banka geta keypt tryggingu fyrir því að fá skuldina greidda, það er tryggt sig fyrir greiðslufalli bankans. Álagið ræðst af því hversu líklegt viðkomandi tryggingafélag telur að bankinn fari á hausinn. Með öðru orðum, menn meta ástandi ótryggt á Íslandi, ótryggara en verið hefur. En, telur Steingrímur hættu á að Ísland stefni í ruslflokk; sem þýðir þá að vextir á lánum sem ríkissjóður tekur hækkar uppúr öllu valdi? „Nei, nú vil ég alls ekki, náttúrlega, vera með neinar getgátur um það. Vona svo sannarlega ekki. En ég held að þetta sýni þörfina fyrir það að koma þá á framfæri rökstuðningi og upplýsingum og reyna að halda uppi orðspori landsins. Við lögðum mikla vinnu í það á síðasta kjörtímabili að reyna að rétta Ísland af í alþjóðlegri umræðu. Og, náðum ágætis árangri í því. En, mér sýnist þróunin hafa snúist við og mat umheimsins á okkur fara versnandi.“ Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa haft uppi fróm orð um að þessar tillögu um skuldaniðurfellingar myndu ekki hafa nein áhrif á stöðu ríkissjóðs í þessu samhengi. Það virðist ekki vera samkvæmt þessu? „Hvort þær einar eru þarna á ferðinni eða mat á fleiri þáttum. Það er erfitt að fullyrða um. En þetta eru auðvitað ekki góð tíðindi varðandi framhaldið, hvort sem það væri ríkið eða stórir aðilar svo sem orkufyrirtæki, sem ætluðu að sækja sér fjármagn á almennum fjármálamarkaði – þá er auðvitað svona þróun mjög neikvæð.“ Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Skuldatryggingarálag Íslands hefur hækkað um 11 prósent frá því fyrir síðustu helgi. Þetta er samkvæmt IFS greiningu og greinir Viðskiptablaðið frá þessu. Er ástæðan rakin bent til tillagna ríkisstjórnarinnar um niðurfærslu á skuldum heimilanna. Segir IFS að skuldatryggingaálagið hafi ekki verið hærra það sem af er þessu ári. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra situr nú í efnahags- og viðskiptanefnd. Hann segir þetta uggvænleg tíðindi: „Jú, þetta er auðvitað slæmt þó það hafi ekki bein áhrif á okkur í augnablikinu; við erum jú ekki að taka lán eða þvíumlíkt. En, mér þykir líklegt að þetta séu líka vond tíðindi fyrir stöðu ríkisskuldabréfanna á eftirmarkaði; þær útgáfur sem farið var í 2011 og 2012, það má búast við óhagstæðri þróun með þær líka. Ekki hægt að segja að þetta komi á óvart því að erlend umfjöllun um Ísland hefur verið þessu marki brennd: Framganga nýrrar ríkisstjórnar í efnahagsmálum og stórfelld kosningaloforð varpi skugga og óvissu á framhaldið í okkar ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Það virðist vera að sýna sig að umheimurinn metur þetta svona.“ En, skuldatryggingaálag... hvað er það? Þetta felst í orðanna hljóðan. Þannig er að þeir sem lána banka geta keypt tryggingu fyrir því að fá skuldina greidda, það er tryggt sig fyrir greiðslufalli bankans. Álagið ræðst af því hversu líklegt viðkomandi tryggingafélag telur að bankinn fari á hausinn. Með öðru orðum, menn meta ástandi ótryggt á Íslandi, ótryggara en verið hefur. En, telur Steingrímur hættu á að Ísland stefni í ruslflokk; sem þýðir þá að vextir á lánum sem ríkissjóður tekur hækkar uppúr öllu valdi? „Nei, nú vil ég alls ekki, náttúrlega, vera með neinar getgátur um það. Vona svo sannarlega ekki. En ég held að þetta sýni þörfina fyrir það að koma þá á framfæri rökstuðningi og upplýsingum og reyna að halda uppi orðspori landsins. Við lögðum mikla vinnu í það á síðasta kjörtímabili að reyna að rétta Ísland af í alþjóðlegri umræðu. Og, náðum ágætis árangri í því. En, mér sýnist þróunin hafa snúist við og mat umheimsins á okkur fara versnandi.“ Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa haft uppi fróm orð um að þessar tillögu um skuldaniðurfellingar myndu ekki hafa nein áhrif á stöðu ríkissjóðs í þessu samhengi. Það virðist ekki vera samkvæmt þessu? „Hvort þær einar eru þarna á ferðinni eða mat á fleiri þáttum. Það er erfitt að fullyrða um. En þetta eru auðvitað ekki góð tíðindi varðandi framhaldið, hvort sem það væri ríkið eða stórir aðilar svo sem orkufyrirtæki, sem ætluðu að sækja sér fjármagn á almennum fjármálamarkaði – þá er auðvitað svona þróun mjög neikvæð.“
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira