Orðspor Íslands versnar Jakob Bjarnar skrifar 4. desember 2013 13:50 Steingrímur J. Sigfússon: Mat umheimsins á Íslandi fer versnandi. Skuldatryggingarálag Íslands hefur hækkað um 11 prósent frá því fyrir síðustu helgi. Þetta er samkvæmt IFS greiningu og greinir Viðskiptablaðið frá þessu. Er ástæðan rakin bent til tillagna ríkisstjórnarinnar um niðurfærslu á skuldum heimilanna. Segir IFS að skuldatryggingaálagið hafi ekki verið hærra það sem af er þessu ári. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra situr nú í efnahags- og viðskiptanefnd. Hann segir þetta uggvænleg tíðindi: „Jú, þetta er auðvitað slæmt þó það hafi ekki bein áhrif á okkur í augnablikinu; við erum jú ekki að taka lán eða þvíumlíkt. En, mér þykir líklegt að þetta séu líka vond tíðindi fyrir stöðu ríkisskuldabréfanna á eftirmarkaði; þær útgáfur sem farið var í 2011 og 2012, það má búast við óhagstæðri þróun með þær líka. Ekki hægt að segja að þetta komi á óvart því að erlend umfjöllun um Ísland hefur verið þessu marki brennd: Framganga nýrrar ríkisstjórnar í efnahagsmálum og stórfelld kosningaloforð varpi skugga og óvissu á framhaldið í okkar ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Það virðist vera að sýna sig að umheimurinn metur þetta svona.“ En, skuldatryggingaálag... hvað er það? Þetta felst í orðanna hljóðan. Þannig er að þeir sem lána banka geta keypt tryggingu fyrir því að fá skuldina greidda, það er tryggt sig fyrir greiðslufalli bankans. Álagið ræðst af því hversu líklegt viðkomandi tryggingafélag telur að bankinn fari á hausinn. Með öðru orðum, menn meta ástandi ótryggt á Íslandi, ótryggara en verið hefur. En, telur Steingrímur hættu á að Ísland stefni í ruslflokk; sem þýðir þá að vextir á lánum sem ríkissjóður tekur hækkar uppúr öllu valdi? „Nei, nú vil ég alls ekki, náttúrlega, vera með neinar getgátur um það. Vona svo sannarlega ekki. En ég held að þetta sýni þörfina fyrir það að koma þá á framfæri rökstuðningi og upplýsingum og reyna að halda uppi orðspori landsins. Við lögðum mikla vinnu í það á síðasta kjörtímabili að reyna að rétta Ísland af í alþjóðlegri umræðu. Og, náðum ágætis árangri í því. En, mér sýnist þróunin hafa snúist við og mat umheimsins á okkur fara versnandi.“ Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa haft uppi fróm orð um að þessar tillögu um skuldaniðurfellingar myndu ekki hafa nein áhrif á stöðu ríkissjóðs í þessu samhengi. Það virðist ekki vera samkvæmt þessu? „Hvort þær einar eru þarna á ferðinni eða mat á fleiri þáttum. Það er erfitt að fullyrða um. En þetta eru auðvitað ekki góð tíðindi varðandi framhaldið, hvort sem það væri ríkið eða stórir aðilar svo sem orkufyrirtæki, sem ætluðu að sækja sér fjármagn á almennum fjármálamarkaði – þá er auðvitað svona þróun mjög neikvæð.“ Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Skuldatryggingarálag Íslands hefur hækkað um 11 prósent frá því fyrir síðustu helgi. Þetta er samkvæmt IFS greiningu og greinir Viðskiptablaðið frá þessu. Er ástæðan rakin bent til tillagna ríkisstjórnarinnar um niðurfærslu á skuldum heimilanna. Segir IFS að skuldatryggingaálagið hafi ekki verið hærra það sem af er þessu ári. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra situr nú í efnahags- og viðskiptanefnd. Hann segir þetta uggvænleg tíðindi: „Jú, þetta er auðvitað slæmt þó það hafi ekki bein áhrif á okkur í augnablikinu; við erum jú ekki að taka lán eða þvíumlíkt. En, mér þykir líklegt að þetta séu líka vond tíðindi fyrir stöðu ríkisskuldabréfanna á eftirmarkaði; þær útgáfur sem farið var í 2011 og 2012, það má búast við óhagstæðri þróun með þær líka. Ekki hægt að segja að þetta komi á óvart því að erlend umfjöllun um Ísland hefur verið þessu marki brennd: Framganga nýrrar ríkisstjórnar í efnahagsmálum og stórfelld kosningaloforð varpi skugga og óvissu á framhaldið í okkar ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Það virðist vera að sýna sig að umheimurinn metur þetta svona.“ En, skuldatryggingaálag... hvað er það? Þetta felst í orðanna hljóðan. Þannig er að þeir sem lána banka geta keypt tryggingu fyrir því að fá skuldina greidda, það er tryggt sig fyrir greiðslufalli bankans. Álagið ræðst af því hversu líklegt viðkomandi tryggingafélag telur að bankinn fari á hausinn. Með öðru orðum, menn meta ástandi ótryggt á Íslandi, ótryggara en verið hefur. En, telur Steingrímur hættu á að Ísland stefni í ruslflokk; sem þýðir þá að vextir á lánum sem ríkissjóður tekur hækkar uppúr öllu valdi? „Nei, nú vil ég alls ekki, náttúrlega, vera með neinar getgátur um það. Vona svo sannarlega ekki. En ég held að þetta sýni þörfina fyrir það að koma þá á framfæri rökstuðningi og upplýsingum og reyna að halda uppi orðspori landsins. Við lögðum mikla vinnu í það á síðasta kjörtímabili að reyna að rétta Ísland af í alþjóðlegri umræðu. Og, náðum ágætis árangri í því. En, mér sýnist þróunin hafa snúist við og mat umheimsins á okkur fara versnandi.“ Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa haft uppi fróm orð um að þessar tillögu um skuldaniðurfellingar myndu ekki hafa nein áhrif á stöðu ríkissjóðs í þessu samhengi. Það virðist ekki vera samkvæmt þessu? „Hvort þær einar eru þarna á ferðinni eða mat á fleiri þáttum. Það er erfitt að fullyrða um. En þetta eru auðvitað ekki góð tíðindi varðandi framhaldið, hvort sem það væri ríkið eða stórir aðilar svo sem orkufyrirtæki, sem ætluðu að sækja sér fjármagn á almennum fjármálamarkaði – þá er auðvitað svona þróun mjög neikvæð.“
Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent