Lífið

Beckham-hjónin græða á tá og fingri

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
David og Victoria Beckham eiga fjögur börn en á myndina vantar Harper, yngstu dóttur þeirra hjóna.
David og Victoria Beckham eiga fjögur börn en á myndina vantar Harper, yngstu dóttur þeirra hjóna.
Beckham-hjónin, David og Victoria, þéna um 100 þúsund pund, eða sem nemur tæpum 20 milljónum króna á degi hverjum.

Velta fyrirtækisins Beckham Ventures, sem sér um allan rekstur tískufatamerkis Victoriu, velti um 15,4 milljónum punda í fyrra og fyrirtæki fyrrum knattspyrnukappans, Footwork Productions, hagnaðist um 16,5 milljónir á sama tíma.

Þriðja fyrirtæki þeirra hjóna, Brand Beckham, hagnaðist um 3,2 milljónir punda og því gerir samanlagður hagnaður þeirra um 35,1 milljónir punda.

"Þau reyna að láta þetta allt saman ganga upp svo að þetta komi ekki niður á fjölskyldunni," sagði náinn vinur við fréttamiðilinn Sky News.

David Beckham lagði knattspyrnuskóna á hilluna í maí á þessu ári en þessi fyrrum fyrirliði enska landsliðið græðir enn á hinum ýmsu samningum og auglýsingum tengdum knattspyrnunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.