Lyfjafyrirtækið Actavis fékk nýverið markaðsleyfi í Japan fyrir veirusýkingalyfið Valaciclovir. Lyfið var þróað í samstarfi við japanska fyrirtækið ASKA.
Veirusýkingalyfið er fyrsta lyfið sem er þróað og framleitt hér á landi fyrir almennan markað í Japan.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu vegna þessa segir að leyfisveitingin sé mikil viðurkenning fyrir Actavis sökum þess að lyfjamarkaðurinn í Japan sé einn sá kröfuharðasti í heimi.

