Þorbjörn Guðmundsson: Málið dregur úr trúverðugleika lífeyrissjóðakerfisins Magnús Halldórsson skrifar 10. febrúar 2013 18:30 Þorbjörn Guðmundsson. Dómsmál á hendur fyrrverandi starfsmanni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sem hagnaðist um 600 milljónir á gjaldeyrisviðskiptum samhliða störfum sínum fyrir sjóðfélaga, er ekki einsdæmi, en embætti sérstaks saksóknara hefur fleiri sambærileg mál til rannsóknar. Þorbjörn Guðmundsson, formaður Samiðnar og stjórnarmaður í Landssamtökum lífeyrissjóða, segir að máli dragi úr trúverðugleika lífeyriskerfisins, en breytingar á verklagsreglum eftir hrun eigi að koma í veg fyrir að starfsmenn lífeyrissjóða stundi stórfelld viðskipti á markaði meðfram störfum sínum fyrir sjóðfélaga. Eftir hrun fjármálakerfisins hafa lífeyrissjóðirnir tekið verklagsrelgur vegna viðskipta starfsmanna sjóðanna föstum tökum, og er þeim óheimilt að stunda viðskipti fyrir eigin reikning samhliða fjárfestingastörfum fyrir lífeyrissjóðanna, án þessa upplýsa stjórn og stjórnarmenn um það. Á föstudaginn var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur ákæra á hendur fyrrverandi starfsmanni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sem stundaði stórfelld gjaldeyrisviðskipti samhliða störfum sínum fyrir sjóðinn, en hann sá meðal annars um viðskipti er snéru að gjaldmiðlasamningum sjóðsins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann er ákærður fyrir að hafa ekki greitt fjármagnstekjuskatt upp á um 60 milljónir. Ólíkt gjaldeyriviðskiptunum sem fyrrverandi starfsmaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna stundaði, og hagnaðist á um tæplega 600 milljónir á árunum 2006 til 2008, þá töpuðu lífeyrissjóðir landsins miklum peningum á gjaldmiðlasamningum á árunum fyrir hrun. Heildartap lífeyrissjóðanna á gjaldmiðasamningum fyrir hrunið, þar sem ýmist var veðjað á styrkingu eða veikingu krónunnar, nam 40 milljörðum króna, og hafa flestir lífeyrissjóðir landsins bókfært tap af þessum viðskiptum á árunum 2008 til 2010, sem þá var meðal þeirra þátta sem leiddu til skerðingar lífeyris sjóðfélaga. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfesti það við fréttastofu í dag, að málið sem snýr að fyrrverandi starfsmanni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sé ekki einsdæmi, þar sem fleiri mál, þar sem starfsmenn lífeyrissjóða og eða fjármálafyrirtækja, eru til rannsóknar vegna fjárfestinga fyrir eigin reikning, samhliða störfum þar sem fjárfest er fyrir fé almennings, eru nú til rannsóknar hjá embættinu, og eru mislangt á veg komin. Þorbjörn Guðmundsson, stjórnarmaður í Landssamtökum lífeyrissjóða og formaður Samiðnar, segir að dómsmálið sem nú er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sé mikið umhugsunarefni fyrir lífeyrissjóðakerfið. „Ég tel að það sé búið að styrkja eftirlit með viðskiptum starfsmanna lífeyrissjóða núna þannig að þetta eigi í reynd ekki að geta gerst. Svona mál draga úr trúverðugleika á lífeyrissjóðunum, og það er alveg ljóst í mínum huga að allir þeir starfsmenn sem vinna við stýringu fjármuna hjá lífeyrissjóðunum geta ekki verið að stunda umfangsmikil viðskipti meðfram þeirri vinnu," sagði Þorbjörn. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Dómsmál á hendur fyrrverandi starfsmanni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sem hagnaðist um 600 milljónir á gjaldeyrisviðskiptum samhliða störfum sínum fyrir sjóðfélaga, er ekki einsdæmi, en embætti sérstaks saksóknara hefur fleiri sambærileg mál til rannsóknar. Þorbjörn Guðmundsson, formaður Samiðnar og stjórnarmaður í Landssamtökum lífeyrissjóða, segir að máli dragi úr trúverðugleika lífeyriskerfisins, en breytingar á verklagsreglum eftir hrun eigi að koma í veg fyrir að starfsmenn lífeyrissjóða stundi stórfelld viðskipti á markaði meðfram störfum sínum fyrir sjóðfélaga. Eftir hrun fjármálakerfisins hafa lífeyrissjóðirnir tekið verklagsrelgur vegna viðskipta starfsmanna sjóðanna föstum tökum, og er þeim óheimilt að stunda viðskipti fyrir eigin reikning samhliða fjárfestingastörfum fyrir lífeyrissjóðanna, án þessa upplýsa stjórn og stjórnarmenn um það. Á föstudaginn var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur ákæra á hendur fyrrverandi starfsmanni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sem stundaði stórfelld gjaldeyrisviðskipti samhliða störfum sínum fyrir sjóðinn, en hann sá meðal annars um viðskipti er snéru að gjaldmiðlasamningum sjóðsins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann er ákærður fyrir að hafa ekki greitt fjármagnstekjuskatt upp á um 60 milljónir. Ólíkt gjaldeyriviðskiptunum sem fyrrverandi starfsmaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna stundaði, og hagnaðist á um tæplega 600 milljónir á árunum 2006 til 2008, þá töpuðu lífeyrissjóðir landsins miklum peningum á gjaldmiðlasamningum á árunum fyrir hrun. Heildartap lífeyrissjóðanna á gjaldmiðasamningum fyrir hrunið, þar sem ýmist var veðjað á styrkingu eða veikingu krónunnar, nam 40 milljörðum króna, og hafa flestir lífeyrissjóðir landsins bókfært tap af þessum viðskiptum á árunum 2008 til 2010, sem þá var meðal þeirra þátta sem leiddu til skerðingar lífeyris sjóðfélaga. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfesti það við fréttastofu í dag, að málið sem snýr að fyrrverandi starfsmanni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sé ekki einsdæmi, þar sem fleiri mál, þar sem starfsmenn lífeyrissjóða og eða fjármálafyrirtækja, eru til rannsóknar vegna fjárfestinga fyrir eigin reikning, samhliða störfum þar sem fjárfest er fyrir fé almennings, eru nú til rannsóknar hjá embættinu, og eru mislangt á veg komin. Þorbjörn Guðmundsson, stjórnarmaður í Landssamtökum lífeyrissjóða og formaður Samiðnar, segir að dómsmálið sem nú er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sé mikið umhugsunarefni fyrir lífeyrissjóðakerfið. „Ég tel að það sé búið að styrkja eftirlit með viðskiptum starfsmanna lífeyrissjóða núna þannig að þetta eigi í reynd ekki að geta gerst. Svona mál draga úr trúverðugleika á lífeyrissjóðunum, og það er alveg ljóst í mínum huga að allir þeir starfsmenn sem vinna við stýringu fjármuna hjá lífeyrissjóðunum geta ekki verið að stunda umfangsmikil viðskipti meðfram þeirri vinnu," sagði Þorbjörn.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun