Ferðamenn drifkraftur í íslenskum verslunum Jóhannes Stefánsson skrifar 6. ágúst 2013 18:30 Íslensk verslun hefur ekki enn náð sér á strik síðan eftir efnahagshrun. Erlendir ferðamenn halda henni nú uppi að stórum hluta og lækka þarf tolla og vörugjöld svo að íslendingar sitji allir við sama borð. Þetta kemur fram í Árbók verslunarinnar 2013, nýrri skýrslu um verslun á Íslandi sem kom út í dag. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Verslunar og Þjónustu, segir mjög misjafnlega ganga eftir tegund verslana. „Það má kannski segja það að verslanir sem að eru að njóta góðs af auknum ferðamannastraumi hafi það ágætt. En síðan eru það þessar hefðbundnu sérvöruverslanir sem að kannski hafa það verst," segir Margrét. Í árbókinni kemur fram að erlendir ferðamenn velta nú tæplega einum tíunda af því sem íslensk heimili gera, 63 milljörðum árlega. En Íslendingar eru líka iðnir við að versla erlendis, sérstaklega föt. Í könnun sem Capacent gerði fyrir Haga í janúar árið 2012 kemur fram að erlendar verslanir höfðu tæplega 50 prósent markaðshlutdeild á barnafatamarkaði. Íslendingar keyptu einnig um 40% annars fatnaðar erlendis og til að mynda hefur fatarisinn H&M 25% markaðshlutdeild hér á landi í barnafötum, þrátt fyrir að hafa ekki einu sinni verslun á landinu. En hvers vegna kaupa Íslendingar sér svona mikið af fötum erlendis? „Þetta er gömul saga og ný en þetta er eitthvað sem Íslendingar hafa alltaf gert. Það má kannski segja það að verslunin hér á landi býr við álögur sem að verslun erlendis býr ekki við," segir Margrét. Hún telur þetta fyrirkomulag verst fyrir þau heimili sem hafa ekki ráð á því að kaupa sér utanlandsferðir. „Það er kannski þess vegna sem skiptir svo miklu máli að allir íslendingar sitji við sama borð og standi til boða til dæmis fatnaður á ódýrara verði en býðst í dag," bætir hún við. Margrét segir að stjórnmálamenn sýni verslunareigendum lítinn skilning. „Þá erum við að biðja þá um að skapa okkur þau skilyrði þannig að verslun hér geti blómstrað og að við getum flutt verslun heim til landsins," segir Margrét og er þá spurð: „Hvernig er það gert?" „Með því eins og ég sagði áðan að lækka hér álögur og að verslun sem atvinnugrein verði ekki hornreka hjá íslenskum stjórnmálamönnum. Því það er hún í dag," svarar Margrét til. Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Sjá meira
Íslensk verslun hefur ekki enn náð sér á strik síðan eftir efnahagshrun. Erlendir ferðamenn halda henni nú uppi að stórum hluta og lækka þarf tolla og vörugjöld svo að íslendingar sitji allir við sama borð. Þetta kemur fram í Árbók verslunarinnar 2013, nýrri skýrslu um verslun á Íslandi sem kom út í dag. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Verslunar og Þjónustu, segir mjög misjafnlega ganga eftir tegund verslana. „Það má kannski segja það að verslanir sem að eru að njóta góðs af auknum ferðamannastraumi hafi það ágætt. En síðan eru það þessar hefðbundnu sérvöruverslanir sem að kannski hafa það verst," segir Margrét. Í árbókinni kemur fram að erlendir ferðamenn velta nú tæplega einum tíunda af því sem íslensk heimili gera, 63 milljörðum árlega. En Íslendingar eru líka iðnir við að versla erlendis, sérstaklega föt. Í könnun sem Capacent gerði fyrir Haga í janúar árið 2012 kemur fram að erlendar verslanir höfðu tæplega 50 prósent markaðshlutdeild á barnafatamarkaði. Íslendingar keyptu einnig um 40% annars fatnaðar erlendis og til að mynda hefur fatarisinn H&M 25% markaðshlutdeild hér á landi í barnafötum, þrátt fyrir að hafa ekki einu sinni verslun á landinu. En hvers vegna kaupa Íslendingar sér svona mikið af fötum erlendis? „Þetta er gömul saga og ný en þetta er eitthvað sem Íslendingar hafa alltaf gert. Það má kannski segja það að verslunin hér á landi býr við álögur sem að verslun erlendis býr ekki við," segir Margrét. Hún telur þetta fyrirkomulag verst fyrir þau heimili sem hafa ekki ráð á því að kaupa sér utanlandsferðir. „Það er kannski þess vegna sem skiptir svo miklu máli að allir íslendingar sitji við sama borð og standi til boða til dæmis fatnaður á ódýrara verði en býðst í dag," bætir hún við. Margrét segir að stjórnmálamenn sýni verslunareigendum lítinn skilning. „Þá erum við að biðja þá um að skapa okkur þau skilyrði þannig að verslun hér geti blómstrað og að við getum flutt verslun heim til landsins," segir Margrét og er þá spurð: „Hvernig er það gert?" „Með því eins og ég sagði áðan að lækka hér álögur og að verslun sem atvinnugrein verði ekki hornreka hjá íslenskum stjórnmálamönnum. Því það er hún í dag," svarar Margrét til.
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Sjá meira