Ferðamenn drifkraftur í íslenskum verslunum Jóhannes Stefánsson skrifar 6. ágúst 2013 18:30 Íslensk verslun hefur ekki enn náð sér á strik síðan eftir efnahagshrun. Erlendir ferðamenn halda henni nú uppi að stórum hluta og lækka þarf tolla og vörugjöld svo að íslendingar sitji allir við sama borð. Þetta kemur fram í Árbók verslunarinnar 2013, nýrri skýrslu um verslun á Íslandi sem kom út í dag. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Verslunar og Þjónustu, segir mjög misjafnlega ganga eftir tegund verslana. „Það má kannski segja það að verslanir sem að eru að njóta góðs af auknum ferðamannastraumi hafi það ágætt. En síðan eru það þessar hefðbundnu sérvöruverslanir sem að kannski hafa það verst," segir Margrét. Í árbókinni kemur fram að erlendir ferðamenn velta nú tæplega einum tíunda af því sem íslensk heimili gera, 63 milljörðum árlega. En Íslendingar eru líka iðnir við að versla erlendis, sérstaklega föt. Í könnun sem Capacent gerði fyrir Haga í janúar árið 2012 kemur fram að erlendar verslanir höfðu tæplega 50 prósent markaðshlutdeild á barnafatamarkaði. Íslendingar keyptu einnig um 40% annars fatnaðar erlendis og til að mynda hefur fatarisinn H&M 25% markaðshlutdeild hér á landi í barnafötum, þrátt fyrir að hafa ekki einu sinni verslun á landinu. En hvers vegna kaupa Íslendingar sér svona mikið af fötum erlendis? „Þetta er gömul saga og ný en þetta er eitthvað sem Íslendingar hafa alltaf gert. Það má kannski segja það að verslunin hér á landi býr við álögur sem að verslun erlendis býr ekki við," segir Margrét. Hún telur þetta fyrirkomulag verst fyrir þau heimili sem hafa ekki ráð á því að kaupa sér utanlandsferðir. „Það er kannski þess vegna sem skiptir svo miklu máli að allir íslendingar sitji við sama borð og standi til boða til dæmis fatnaður á ódýrara verði en býðst í dag," bætir hún við. Margrét segir að stjórnmálamenn sýni verslunareigendum lítinn skilning. „Þá erum við að biðja þá um að skapa okkur þau skilyrði þannig að verslun hér geti blómstrað og að við getum flutt verslun heim til landsins," segir Margrét og er þá spurð: „Hvernig er það gert?" „Með því eins og ég sagði áðan að lækka hér álögur og að verslun sem atvinnugrein verði ekki hornreka hjá íslenskum stjórnmálamönnum. Því það er hún í dag," svarar Margrét til. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Íslensk verslun hefur ekki enn náð sér á strik síðan eftir efnahagshrun. Erlendir ferðamenn halda henni nú uppi að stórum hluta og lækka þarf tolla og vörugjöld svo að íslendingar sitji allir við sama borð. Þetta kemur fram í Árbók verslunarinnar 2013, nýrri skýrslu um verslun á Íslandi sem kom út í dag. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Verslunar og Þjónustu, segir mjög misjafnlega ganga eftir tegund verslana. „Það má kannski segja það að verslanir sem að eru að njóta góðs af auknum ferðamannastraumi hafi það ágætt. En síðan eru það þessar hefðbundnu sérvöruverslanir sem að kannski hafa það verst," segir Margrét. Í árbókinni kemur fram að erlendir ferðamenn velta nú tæplega einum tíunda af því sem íslensk heimili gera, 63 milljörðum árlega. En Íslendingar eru líka iðnir við að versla erlendis, sérstaklega föt. Í könnun sem Capacent gerði fyrir Haga í janúar árið 2012 kemur fram að erlendar verslanir höfðu tæplega 50 prósent markaðshlutdeild á barnafatamarkaði. Íslendingar keyptu einnig um 40% annars fatnaðar erlendis og til að mynda hefur fatarisinn H&M 25% markaðshlutdeild hér á landi í barnafötum, þrátt fyrir að hafa ekki einu sinni verslun á landinu. En hvers vegna kaupa Íslendingar sér svona mikið af fötum erlendis? „Þetta er gömul saga og ný en þetta er eitthvað sem Íslendingar hafa alltaf gert. Það má kannski segja það að verslunin hér á landi býr við álögur sem að verslun erlendis býr ekki við," segir Margrét. Hún telur þetta fyrirkomulag verst fyrir þau heimili sem hafa ekki ráð á því að kaupa sér utanlandsferðir. „Það er kannski þess vegna sem skiptir svo miklu máli að allir íslendingar sitji við sama borð og standi til boða til dæmis fatnaður á ódýrara verði en býðst í dag," bætir hún við. Margrét segir að stjórnmálamenn sýni verslunareigendum lítinn skilning. „Þá erum við að biðja þá um að skapa okkur þau skilyrði þannig að verslun hér geti blómstrað og að við getum flutt verslun heim til landsins," segir Margrét og er þá spurð: „Hvernig er það gert?" „Með því eins og ég sagði áðan að lækka hér álögur og að verslun sem atvinnugrein verði ekki hornreka hjá íslenskum stjórnmálamönnum. Því það er hún í dag," svarar Margrét til.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira