Viðskipti innlent

Sérstakur saksóknari ákærir aftur vegna Kaupþings

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Þór Hauksson er sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson er sérstakur saksóknari.
Sérstakur saksóknari hefur gefið út tvær nýjar ákærur og snýr önnur þeirra að eigin viðskiptum Kaupþings fyrir bankahrunið 2008.

Viðskiptablaðið segir að þarna sé um stór mál að ræða og sakborningar nokkrir í hvoru máli. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, varðist allra frétta þegar Vísir sló á þráðinn til hans í dag. Hann bar fyrir sig að ekki væri hægt að veita upplýsingar um ákæruefni fyrr en þremur sólarhringum eftir að ákæra hefur verið gefin út.

Sérstakur saksóknari hefur þegar gefið út ákæru á hendur öllum helstu stjórnendum Kaupþings í svokölluðu al-Thani máli. Það er að segja þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra, Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni, Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra bankans í Lúxemborg, og Ólafi Ólafssyni, einum stærsta eiganda bankans.

Vísir hefur ekki heimildir fyrir því hverjir nákvæmlega hinir ákærðu eru í þessu nýja máli, né heldur hvort þeir hafi fengið birta ákæru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×