Alfreð: Of gott tækifæri til að sleppa því Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. mars 2013 07:00 Alfreð Örn Finnsson. Mynd/Pjetur Alfreð Örn Finnsson var í gær ráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Storhamar en félagið þykir eitt það besta í Noregi. Norska úrvalsdeildin er ein sú sterkasta í heimi en til marks um það hefur norska landsliðið náð frábærum árangri í gegnum tíðina og er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari. Alfreð kom til Noregs fyrir tveimur árum síðan og tók þá við Volda sem leikur í C-deildinni. Liðið var við fall þá en hann var nálægt því að fara upp með liðið í fyrra og liðið hefur nú unnið alla 22 leiki sína í deildinni til þessa. Við tekur umspil í vor um þrjú laus sæti í norsku B-deildinni og stefnir Alfreð að því að kveðja liðið með því að koma því upp um deild. Svo flytur hann um set og tekur við Storhamer, sem er nú í fimmta sæti norsku úrvalsdeildarinnar. „Ég er mjög ánægður með að það skuli hafa verið leitað til mín," sagði Alfreð í samtali við Vísi. „Það kom mér á óvart, enda virðist svona lagað gerast þegar maður er ekkert að velta þeim fyrir sér." Hann segir að viðræður hafi ekki tekið langan tíma en Alfreð var frjálst að semja við Storhamer þar sem að samningur hans við Volda rennur út í sumar. „Það tók ekki langan tíma. Ég var stressaður í upphafi því venjulega eru þessi lið að tala við 2-3 þjálfara í einu. Ég var því ekki að gera mér of miklar væntingar. En svo kom fljótlega í ljós að þeir vildu fá mig og þá var gengið í þetta." Alfreð býr ytra með Evu Björk Hlöðversdóttur og eiga þau saman tvö börn. Eva Björk lék lengi vel undir stjórn Alfreðs, bæði með ÍBV og Gróttu á sínum tíma. Hún hefur einnig spilað með Volda ytra, þar sem liðinu hefur gengið mjög vel eins og fyrr segir. „Ég hafði alltaf stefnt að þessu og þetta var góður stökkpallur fyrir mig. Gengi liðsins hefur hjálpað mikið til og þá eru margir Íslendingar að gera það gott í þjálfun sem kemur orðsporinu áfram." Hann segir þó ekki fullkomna sátt ríkja um brottför hans en stjórnarmenn Volda urðu fyrir vonbrigðum er Alfreð ákvað að taka tilboði Storhamar. „Ég hef alla tíð komið heiðarlega fram og þrátt fyrir að það séu einhver læti í kringum þetta núna vona ég að þetta leysist farsællega og að ég fái tækifæri til að klára verkefni vetrarins." Alfreð segir sér og fjölskyldu sinni líði mjög vel í Volda. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun því við höfum það mjög gott. En þetta var of gott tækifæri til að hafna því." Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Leik lokið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Younghoe sparkað burt Sport Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Alfreð Örn Finnsson var í gær ráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Storhamar en félagið þykir eitt það besta í Noregi. Norska úrvalsdeildin er ein sú sterkasta í heimi en til marks um það hefur norska landsliðið náð frábærum árangri í gegnum tíðina og er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari. Alfreð kom til Noregs fyrir tveimur árum síðan og tók þá við Volda sem leikur í C-deildinni. Liðið var við fall þá en hann var nálægt því að fara upp með liðið í fyrra og liðið hefur nú unnið alla 22 leiki sína í deildinni til þessa. Við tekur umspil í vor um þrjú laus sæti í norsku B-deildinni og stefnir Alfreð að því að kveðja liðið með því að koma því upp um deild. Svo flytur hann um set og tekur við Storhamer, sem er nú í fimmta sæti norsku úrvalsdeildarinnar. „Ég er mjög ánægður með að það skuli hafa verið leitað til mín," sagði Alfreð í samtali við Vísi. „Það kom mér á óvart, enda virðist svona lagað gerast þegar maður er ekkert að velta þeim fyrir sér." Hann segir að viðræður hafi ekki tekið langan tíma en Alfreð var frjálst að semja við Storhamer þar sem að samningur hans við Volda rennur út í sumar. „Það tók ekki langan tíma. Ég var stressaður í upphafi því venjulega eru þessi lið að tala við 2-3 þjálfara í einu. Ég var því ekki að gera mér of miklar væntingar. En svo kom fljótlega í ljós að þeir vildu fá mig og þá var gengið í þetta." Alfreð býr ytra með Evu Björk Hlöðversdóttur og eiga þau saman tvö börn. Eva Björk lék lengi vel undir stjórn Alfreðs, bæði með ÍBV og Gróttu á sínum tíma. Hún hefur einnig spilað með Volda ytra, þar sem liðinu hefur gengið mjög vel eins og fyrr segir. „Ég hafði alltaf stefnt að þessu og þetta var góður stökkpallur fyrir mig. Gengi liðsins hefur hjálpað mikið til og þá eru margir Íslendingar að gera það gott í þjálfun sem kemur orðsporinu áfram." Hann segir þó ekki fullkomna sátt ríkja um brottför hans en stjórnarmenn Volda urðu fyrir vonbrigðum er Alfreð ákvað að taka tilboði Storhamar. „Ég hef alla tíð komið heiðarlega fram og þrátt fyrir að það séu einhver læti í kringum þetta núna vona ég að þetta leysist farsællega og að ég fái tækifæri til að klára verkefni vetrarins." Alfreð segir sér og fjölskyldu sinni líði mjög vel í Volda. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun því við höfum það mjög gott. En þetta var of gott tækifæri til að hafna því."
Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Leik lokið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Younghoe sparkað burt Sport Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn