Viðskipti innlent

Róttækar aðgerðir þarf til að hindra annað hrun á Íslandi

Í frétt á Bloomberg fréttaveitunni segir að annað hrun sé óumflýjanlegt fyrir Ísland, nema komi til róttækra aðgerða við afnám gjaldeyrishaftanna. Núverandi fyrirkomulag gjaldeyrisuppboða Seðlabankans feli í raun í sér endurlífgun vaxtamunaviðskiptanna, sem leiddu til aflandskrónuvandans. Sá vandi nemur yfir 400 milljörðum króna í dag.

Þetta er skoðun Friðriks Jónssonar hagfræðings hjá Alþjóðabankanum en Bloomberg ræðir við hann um málið. Fram kemur að um skoðun Friðriks sé að ræða en ekki bankans.

Friðrik segir að vegna gjaldeyrishaftanna hafi Ísland enn ekki gengið í gegnum þær fjárhagslegu breytingar sem landið þarf á að halda.

Möguleikarnir séu takmarkaðir en einn þeirra sé að skipta krónunni úr fyrir annan gjaldmiðil. Annar möguleiki sé að leyfa gengi krónunnar að hrapa og taka á sig áfallið sem slíku myndi fylgja, að því er Friðrik segir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×