Lífið

Heimsmeistari í töfrum sýnir með íslenskum töframönnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Sex töframenn munu sýna listir sínar á Töfrakvöldi HÍT. Skúli Rafn (til hægri) segir sýninguna höfða til allra aldurshópa.
Sex töframenn munu sýna listir sínar á Töfrakvöldi HÍT. Skúli Rafn (til hægri) segir sýninguna höfða til allra aldurshópa.
Hið íslenska töframannsgildi mun halda hið árlega Töfrakvöld félagsins í Salnum í Kópavogi næsta fimmtudag. HÍT var stofnað árið 2007 og síðan hafa þeir haldið sýninguna árlega. Fleiri en 20 töframenn eru meðlimir Hins íslenska töframannagildis.

Erlendi töframaðurinn Richard McDougall frá Bretlandi mun vera einn töframannanna sem stígur á svið, en hann er heimsmeistari í töfrabrögðum og hefur meðal annars haldið töfrasýningar fyrir Elísabetu drottningu, Karl Bretaprins og Ringo Starr. Einnig munu þeir Kristinn Gauti, Einar einstaki, Skúli Páls, Skúli Rafn og Jón Víðis stíga á svið og sýna listir sínar.

„Fólk mun skemmta sér mjög vel. Það er yfirleitt búist við því að töframenn séu barnaskemmtikraftar og við erum að reyna að höfða sérstaklega til eldra fólks líka. Sýningin ætti að höfða til allra aldurshópa,“ segir Skúli Rafn Ögmundsson hjá HÍT.

Sýningin mun standa yfir frá klukkan 20 til 22 og hægt er að kaupa miða á salurinn.is, midi.is og í síma 570-0400. Samkvæmt Skúla hefur húsið yfirleitt verið fullsetið á sýningunni. „Lalli töframaður verður kynnir á sýningunni. Hann er alltaf skemmtilegur,“ segir Skúli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.